Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Qupperneq 149

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Qupperneq 149
ÁRSSKÝRSLA 1995 153 I safnið koma öll 10 ára skólabörn úr héraðinu og að auki nemendur úr fjarlægum skólum, svo sem frá Hofsósi og Sauðárkróki. Eru þá sýnd gömul vinnubrögð og fá börn að spreyta sig við þau. Er safnið þá kynnt sérstaklega og haldinn fyrirlestur um það. Forstöðumaður safnsins er Elísabet Sigurgeirsdóttir. Byggöasafn Skagfirðinga. Safnið hafði sýningar á þremur stöðum á árinu, fastasýningar í gamla bænum í Glaumbæ og húsinu frá Asi svo og í pakkhúsinu á Hofsósi, einnig skamm- tímasýningu á gömlum reiðverum á Vindheimamelum í sambandi við hestamannamót þar. Um 21.000 gestir komu í Glaumbæ, um 4.000 í pakkhúsið á Hofsósi og um 3.000 sáu sýn- inguna á Vindheimamelum. - Þá komu um 11.000 gestir í Víðimýrarkirkju, um 400 í Grafar- kirkju, um 200 í Sjávarborgarkirkju og um 20 í gömlu húsin á Ökrum, en þeim er þó ekki hald- ið fram til sýnis. 156 nýjar færslur safnmuna voru í aðfangabók. Meðal nýfenginna gripa má nefna silfur- staup frá 1781 úr eigu Jóns prófasts Hallssonar í Glaumbæ, smjöröskjur skornar af Stefáni Jóns- syni á Mallandi og saumaða veggmynd eftir Moniku Helgadóttur á Merkigili. Húsið frá Asi var tekið í notkun með viðhöfn 1. júní og var þá búið að gera við brunaskemmd- ir sem urðu árið áður og frestuðu opnun þess um ár. I húsinu eru skrifstofa safnstjóra og kaffi- stofa á hæðinni, sýningar í rishæð og geymsla í kjallara. Á þjóðminjadaginn var mikil aðsókn heimamanna í Glaumbæ en þá var heyjað þar með gamla laginu og konur unnu ull og hross- hár í baðstofu. Gerður var bæklingur um safnið á dönsku og eru nú bæklingar um það á sex tungumálum. Samningur var gerður við Þjóðminjasafn um að byggðasafnið tæki að sér rekstur og við- hald gamla bæjarins og fengi á móti allan aðgangseyri að honum. Hafizt var handa um að hlaða garð umhverfis safnsvæðið í Glaumbæ. Safnið var allt sett á spjaldskrá á árinu og tölvuskráning hafin á ný, en eldri tölvuskrár fór- ust í eldsvoðanum árið áður. Unnið var að stefnumörkun fyrir safnið og söfnunarstefna samþykkt. Lögð er einkum áherzla á að safna og sýna muni, sem tengjast skagfirzkri menningu í sveit og þéttbýli fyrir vél- væðingu og í upphafi hennar. Hafinn var undirbúningur að svonefndu Vesturfarasafni á Hofsósi, sem skýra á vesturferðir íslendinga á árunum 1870-1920. Það verður í gamla kaupfélagshúsinu á Hofsósi, „Húsinu á Sandi", sem verið er að gera við. Sér ferðaþjónustufyrirtækið Snorri Þorfinnsson um þjónustu þar og rekstur sýningarinnar, en þar er ætlað að verði jafnframt fræðamiðstöð. Safnstjóri byggðasafnsins er Sigríður Sigurðardóttir. Síldarminjasafnið á Siglufirði. Yfir 5.000 gestir komu í safnið á árinu þar af 700 útlendir. Allar hæðir Roaldsbrakka voru þá teknar í notkun og þrir bátar bættust í safnið. Lokið var við að einangra aðra hæð brakkans og nýtt gólf lagt. Er nú eftir að smíða innréttingar þar og setja upp rafbúnað. Tveir bátar liggja við síldarbryggjuna. Annar þeirra, Draupnir EA 70, 14 smál. dekkbátur smíðaður 1954 í Hauganesi, er útbúinn sem reknetabátur. Forsöðumaður safnsins er Örlygur Kristfinnsson. Minjasafnið á Akureyri. Safngestir voru alls 3.813 á árinu, meiri hlutinn útlendingar. Þá sóttu skólanemar safnið reglulega. Meðal safnauka má nefna smíðaáhöld og bókbandsverkfæri úr eigu Guðmundar Björgvins Gunnarssonar trésmíðameistara, glasaþurrkofn úr Akureyrarapóteki, borðstofuhúsgögn frá Val- björk á Akureyri og kistu, sem talin er úr Ljósavatnskirkju. Þá barst talsvert af ljósmyndum, svo sem sem stækkanir af myndum Vigfúsar Sigurgeirssonar og ljósmyndir frá Sambandsverk- smiðjunum á Akureyri. Skráningu muna úr safnaukum síðustu ára var haldið áfram og textílar endurskráðir. Einn- ig var haldið áfram skráningu mannamynda og er lokið að skrá um 66.000 nöfn fólks á mynd- um. Unnið var að endurbótum á safnhúsinu svo og geymslunum á Naustum, sem nú mega heita fullnýttar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.