Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Side 152

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Side 152
156 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS i gamla húsinu, sem upphaflega var reist yfir skipið Pétursey og síðan aukið við, er enn sýn- ing búsgagna og listgripa og hefur hús og sýning talsvert verið endurbætt við þessar breyt- ingar. Safnauki var um 380 gripir. Meðal nýfenginna hluta má nefna kistu með skrá og lykli, smíðað af Olafi Þórarinssyni í Seglbúðum, líkanasafn Olafs Filippussonar á Blómsturvöllum, svipu eftir Hannes Jónsson á Núpsstað, stofuhúsgögn frá Þjórsártúni, sem fengin voru fyrir konungskom- una 1907 sem og gestabók með nöfnum Friðriks konungs 8. og Hannesar Hafstein. Á árinu var hafin bygging kirkju á safnsvæðinu eftir gömlu sniði. Hana teiknaði Hjörleifur Stefánsson húsameistari og hafði að fyrirmynd dæmigerðar sveitakirkjur 19. aldar, einfaldar og turnlausar. Sveinn Sigurðsson byggingameistari á Hvolsvelli sá um að koma henni upp fokheldri og náðist sá áfangi að mestu fyrir áramótin. I kirkjuna eru notaðir ýmsir hlutar úr gömlum kirkjum sem safnið á, svo sem gluggar úr Grafarkirkju í Skaftártungu og þiljur og innra skrautverk úr hinum rifnu Eyvindarhóla- og Kálfholtskirkjum. Kirkja var fyrr í Skógum, og var sú síðasta rifin hálfrar aldar gömul árið 1890. Stóð hún vest- ur við bæinn þar sem enn sér til kirkjugarðsins. Geta má þess happafengs, að á árinu fannst nægt heitt vatn við borun heima við skólann og mun safnið njóta þess í framtíðinni við upphitun safnhúss og gömlu bygginganna. Lagði það enda fé til borunarinnar. Safnstjóri, Þórður Tómasson, fór á árinu til Noregs í boði De Sandvigske samlinger í Lillehammer og sýndi fólki þar ytra hrosshárs- og ullarvinnu með gömlum hætti, auk þess sem hann kynnti sér söfn og safngripi í rannsóknarskyni. Byggðasafn Vestmannaeyja. Starfsemin var með svipuðum hætti og fyrr. Þangað komu tæp- lega 3.000 gestir sem var um 20% færra en árið áður vegna óhagstæðra flugskilyrða til Eyja yfir sumarið og verkfalls kennara sem dró úr heimsóknum skólanema. Safnið er opið daglega frá 1. maí til ágústloka kl. 14-17 og lengur af sérstaklega er óskað. 22 nýfærslur gripa voru í aðfangabók og má helzt nefna búta af sæstrengnum frá 1911, ýmsar Ijósmyndir og búshluti. Talsvert verk var unnið við skráningu gamalla ljósmynda. Safnið lánaði á árinu hluti á kirkjuleiksýningu í Landakirkju. Rjómabúið á Baugsstöðum. Þangað komu 800-900 gestir á árinu, en rjómabúið er opið um helg- ar á sumrin. Félagar úr Samkór Selfoss annast safngæzlu, einnig á virkum dögum eftir beiðni, en heimamenn Sigurðar Pálssonar bónda á Baugsstöðum, sem lengst hefur annazt búið, gæta þess utan opnunartíma. Mesta viðfangsefnið var endurgerð stíflu uppi við Hólavatn en þaðan er vatnið á yfirfalls- hjólið tekið. Flutt var efni á staðinn, en alls er þetta áætlað þriggja ára verkefni. Formaður Rjómabúsfélagsins er Pál! Lýðsson hreppstjóri í Litlu-Sandvík. Byggða- og náttúrusafn Arnesinga. Frá janúarlokum og til ágústbyrjunar var unnið að flutn- ingi safnsins frá Selfossi og undirbúningi og uppsetningu sýninga þess í Húsinu og Assistenta- húsinu á Eyrarbakka. Var safnið opnað þar á ný 3. ágúst með viðhöfn. I safninu eru gerð skil ýmsum menningarþáttum úr Árnessýslu og frá Eyrarbakka, svo sem Eyrarbakkaverzlun fram til 1918. Þar er hluti innréttingar úr verzlun Guðlaugs Pálssonar á Eyrarbakka, kirkjumunir úr sýslunni, sýning um tóvinnu og um sögu Hússins, sem var byggt 1765 og var lengst af íbúðarhús verzlunarstjóra. Hefur verið skýrt frá viðgerð þess í fyrri árs- skýrslum. Safngestir urðu tæplega 4.000 frá opnun til ársloka. Samstarf er við Sjóminjasafnið á Eyrarbakka um aðgangseyri, kynningu og lán á safngripum. Safnkennsla og skólaheimsóknir voru með venjubundnum hætti og koma skólanemar úr sýslunni reglulega í safnið. Einnig var nemendum í leikskólum og fyrstu bekkjum grunnskóla kynntur þorrinn og matargerð fyrrum. Byggðasafnið var þátttakandi í Degi iðnaðarins á Eyrarbakka og setti þá upp sýningu með gömlum eldsmíðatólum úr Vélsmiðju Kaupfélags Árnesinga. 9. des. héldu Haukur Guðlaugsson orgelleikari og söngmálastjóri og Gunnar Kvaran selló- leikari tónleika í Húsinu tii ágóða fyrir Orgeisjóð Eyrarbakkakirkju.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.