Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Síða 152
156
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
i gamla húsinu, sem upphaflega var reist yfir skipið Pétursey og síðan aukið við, er enn sýn-
ing búsgagna og listgripa og hefur hús og sýning talsvert verið endurbætt við þessar breyt-
ingar.
Safnauki var um 380 gripir. Meðal nýfenginna hluta má nefna kistu með skrá og lykli, smíðað
af Olafi Þórarinssyni í Seglbúðum, líkanasafn Olafs Filippussonar á Blómsturvöllum, svipu eftir
Hannes Jónsson á Núpsstað, stofuhúsgögn frá Þjórsártúni, sem fengin voru fyrir konungskom-
una 1907 sem og gestabók með nöfnum Friðriks konungs 8. og Hannesar Hafstein.
Á árinu var hafin bygging kirkju á safnsvæðinu eftir gömlu sniði. Hana teiknaði Hjörleifur
Stefánsson húsameistari og hafði að fyrirmynd dæmigerðar sveitakirkjur 19. aldar, einfaldar
og turnlausar. Sveinn Sigurðsson byggingameistari á Hvolsvelli sá um að koma henni upp
fokheldri og náðist sá áfangi að mestu fyrir áramótin. I kirkjuna eru notaðir ýmsir hlutar úr
gömlum kirkjum sem safnið á, svo sem gluggar úr Grafarkirkju í Skaftártungu og þiljur og
innra skrautverk úr hinum rifnu Eyvindarhóla- og Kálfholtskirkjum.
Kirkja var fyrr í Skógum, og var sú síðasta rifin hálfrar aldar gömul árið 1890. Stóð hún vest-
ur við bæinn þar sem enn sér til kirkjugarðsins.
Geta má þess happafengs, að á árinu fannst nægt heitt vatn við borun heima við skólann
og mun safnið njóta þess í framtíðinni við upphitun safnhúss og gömlu bygginganna. Lagði
það enda fé til borunarinnar.
Safnstjóri, Þórður Tómasson, fór á árinu til Noregs í boði De Sandvigske samlinger í
Lillehammer og sýndi fólki þar ytra hrosshárs- og ullarvinnu með gömlum hætti, auk þess sem
hann kynnti sér söfn og safngripi í rannsóknarskyni.
Byggðasafn Vestmannaeyja. Starfsemin var með svipuðum hætti og fyrr. Þangað komu tæp-
lega 3.000 gestir sem var um 20% færra en árið áður vegna óhagstæðra flugskilyrða til Eyja yfir
sumarið og verkfalls kennara sem dró úr heimsóknum skólanema.
Safnið er opið daglega frá 1. maí til ágústloka kl. 14-17 og lengur af sérstaklega er óskað.
22 nýfærslur gripa voru í aðfangabók og má helzt nefna búta af sæstrengnum frá 1911, ýmsar
Ijósmyndir og búshluti. Talsvert verk var unnið við skráningu gamalla ljósmynda.
Safnið lánaði á árinu hluti á kirkjuleiksýningu í Landakirkju.
Rjómabúið á Baugsstöðum. Þangað komu 800-900 gestir á árinu, en rjómabúið er opið um helg-
ar á sumrin. Félagar úr Samkór Selfoss annast safngæzlu, einnig á virkum dögum eftir beiðni,
en heimamenn Sigurðar Pálssonar bónda á Baugsstöðum, sem lengst hefur annazt búið, gæta
þess utan opnunartíma.
Mesta viðfangsefnið var endurgerð stíflu uppi við Hólavatn en þaðan er vatnið á yfirfalls-
hjólið tekið. Flutt var efni á staðinn, en alls er þetta áætlað þriggja ára verkefni.
Formaður Rjómabúsfélagsins er Pál! Lýðsson hreppstjóri í Litlu-Sandvík.
Byggða- og náttúrusafn Arnesinga. Frá janúarlokum og til ágústbyrjunar var unnið að flutn-
ingi safnsins frá Selfossi og undirbúningi og uppsetningu sýninga þess í Húsinu og Assistenta-
húsinu á Eyrarbakka. Var safnið opnað þar á ný 3. ágúst með viðhöfn.
I safninu eru gerð skil ýmsum menningarþáttum úr Árnessýslu og frá Eyrarbakka, svo sem
Eyrarbakkaverzlun fram til 1918. Þar er hluti innréttingar úr verzlun Guðlaugs Pálssonar á
Eyrarbakka, kirkjumunir úr sýslunni, sýning um tóvinnu og um sögu Hússins, sem var byggt
1765 og var lengst af íbúðarhús verzlunarstjóra. Hefur verið skýrt frá viðgerð þess í fyrri árs-
skýrslum.
Safngestir urðu tæplega 4.000 frá opnun til ársloka.
Samstarf er við Sjóminjasafnið á Eyrarbakka um aðgangseyri, kynningu og lán á safngripum.
Safnkennsla og skólaheimsóknir voru með venjubundnum hætti og koma skólanemar úr
sýslunni reglulega í safnið. Einnig var nemendum í leikskólum og fyrstu bekkjum grunnskóla
kynntur þorrinn og matargerð fyrrum.
Byggðasafnið var þátttakandi í Degi iðnaðarins á Eyrarbakka og setti þá upp sýningu með
gömlum eldsmíðatólum úr Vélsmiðju Kaupfélags Árnesinga.
9. des. héldu Haukur Guðlaugsson orgelleikari og söngmálastjóri og Gunnar Kvaran selló-
leikari tónleika í Húsinu tii ágóða fyrir Orgeisjóð Eyrarbakkakirkju.