Norðurljósið - 01.01.1986, Page 10

Norðurljósið - 01.01.1986, Page 10
10 NORÐURI.JÓSIÐ Arthur var maður mjög fróður, og hann var alltaf að fræða okkur á hinu og þessu á sinni góðu íslensku. Mér er sérstak- lega minnisstætt, að eitt sinn gekk hann með okkur strákana upp á sandölduna bara til að sýna okkur hvað hillingar væru. Þetta var stórkostleg sjón fyrir okkur strákana, því að þú sást aldrei nokkuð líkt hillingum heima á Akureyri, en eftir á finnst mér það merkilegt að útlendingur skyldi kunna þetta orð á íslensku. Ég man líka eftir öðru atviki, við fórum upp í Hljóðakletta og þar fræddi hann okkur um bergmál, hvað við þyrftum að vera í mikilli fjarlægð til að við heyrðum bergmálið og svo framvegis. Ef þið eruð staddir í sal sem er innan við 14 metrar að lengd getið þið aldrei framkallað bergmál, alveg sama hvað þið hafið hátt. Svona fræddi hann okkur á ýmsu sem við strákarnir innan af Akureyri höfðum ekki minnstu hugmynd um. Hann sagði okkur til dæmis að við yrðum að muna það, að þegar við færum inn í Ásbyrgi þá færum við fram hjá tveim bæjum. Annar þeirra hét Ás og hinn Byrgi. „Ferðuðust þið mikið?“ Já, Arthur var mjög duglegur við að fara eitthvað með okkur. Ég man að við fórum og skoðuðum Dettifoss, Hafra- gilsfoss, Ásbyrgi og Hljóðakletta. Það var alveg sérstök að- ferð sem var notuð þetta sumar á Ástjörn, hún var kölluð selflutningur. Þannig að þegar við fórum í ferðalög eins og að Dettifossi þá keyrði hann eins marga og komust í bílinn nokkra kílómetra áleiðis, og svo snéri hann við og sótti þá sem eftir voru og ók þeim nokkra kílómetra fram fyrir hina, snéri þá við og sótti aftari hópinn og keyrði þá nokkra kíló- metra fram fyrir hina, og þannig gekk það fyrir sig í öllum ferðunum. Þetta var gert af því að aðeins var einn bíll. í þessum ferðum var hann Arthur alltaf með mikið af vatni og einhvers konar ávaxtaþykkni, því hann sagði að við þyrftum að drekka mikið á svona löngum gönguferðum. Okkur þótti þessi blanda alveg óskaplega góð, þó svo að stundum væri þunnt blandað. „Hvernig var veðrið?" Veðrið var mjög gott mest allan tímann og við vorum mjög
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.