Norðurljósið - 01.01.1986, Page 26
26
NORÐURI .JÓSIÐ
um, að Guð hefði frelsað sig fyrir Jesúm Krist — og breytt
heimili sínu og lífi.
Eitt kvöldið er þeir urðu samferða heim af samkomu, sagði
Merns við trúboðann: „Það var sú tíð, þegar ég næstum
formælti Guði fyrir að hafa gefið mér slíkan kvenmann
fyrir eiginkonu, en síðan hún fann frelsarann, er hún orðin
engill á heimilinu. Ég get gleymt öllum þjáningum mínum,
og ég þakka Guði fyrir, að hann gaf mér þá gleði að sjá,
hverju hann getur áorkað í einu mannshjarta með sínum
heilaga Anda.“
Stórt bros lýsti upp andlit hans. — Hann hefir sama starf
ennþá á sama stað, þó að honum hafi boðist önnur, því að
hér byrjaði hann nýtt líf, við það að trúboðinn leiddi hann til
Krists. Hann leyndi því aldrei fyrir þeim, er töluðu við hann,
hvað það væri, sem gert hafði þessa miklu umbreytingu í lífi
hans. Og hann er í öllu atferli sínu lifandi vitnisburður fyrir
þá sem hitta hann.
Hvað er bæn?
Kona nokkur spurði heyrnarlausa stúlku þeirrar spurn-
ingar, sem hún skrifaði niður á töflu: „Hvað er bæn?“ Barnið
hafði aldrei lært að biðja nokkra bæn, af því að hún hafði
aldrei heyrt flutta nokkra bæn af því að hún var heyrnarlaus.
Samt sem áður vissi hún hvað bæn var, því að hún tók
griffilinn og skrifaði: „Bæn er hjartans ósk.“
Þ. P. þýddi úr færeysku.