Norðurljósið - 01.01.1986, Page 43
NORÐURIJÓSIÐ
43
lotningu. Lofum hann með sálum vorum samtengdum af
guðdómlegum kærleika! Efes. 4.6. Ég særi yður frammi fyrir
Drottni Jesú Kristi, sem gefur líf og meira yfirgnæfandi líf-
ég sárbið yður að þér með öllum athöfnum trúarinnar,
áreynslu vonarinnar og eldi kærleikans sökkvið ykkur dýpra
í sjálfsniðurlægjandi iðrun og rísið til hærri hæða Krists
upphefjandi gleði.“
4. kapituli
Þjónusta í Madeley
Fyrsta og eina prestsembætti hans var í Madeley. Honum var
boðið annað betra brauð en hann kaus þetta frekar.
Hann hafði þá þegar þjónað á þeim stað, en það var ekki
fyrr en 1760, þremur árum eftir vígslu hans, að hann var
skipaður í embætti. En þar með hófst ein merkilegasta
þjónusta sem sögur fara af. Árangurinn af henni mun eilífðin
ein opinbera.
Madeley var merkileg fyrir lítið annað en fáfræði og guð-
leysi íbúanna. Á þessum fagra stað var helgidagurinn opin-
berlega svívirtur og allra helgustu hlutir trampaðir undir
fótum, jafnvel þær hömlur, sem kurteisi setur, voru harðlega
brotnar. Og ytra form trúarbragðanna var haft sem efni
aðhláturs. Slíkur var nú staðurinn þar sem herra Fletcher var
kallaður til að koma fram í og prédika réttlætið og þar var
hann í tuttugu og fimm ár eins og brennandi og skínandi ljós.
Hann sneri andliti sínu sem tinnu á móti öllu er stóð gegn
sannleikanum og náð Guðs. Eins og ráðsmaður hinnar
margvíslegu náðar Guðs útbreiddi hann trúfastlega orð lífs-
ins eins og hver maður þarfnaðist. Fræddi hina fáfróðu rök-
ræddi við andmælendur, áminnti hina ósiðlegu og ávítaði
þrálynda. I tíma og ótíma framkvæmdi hann starfið sem
fagnaðarboði og sleppti aldrei neinum tækifærum til þess að
kunngera sannleika fagnaðarerindisins. Eins oft og litli
söfnuðurinn safnaðist saman, sem var venjulega á hverju