Norðurljósið - 01.01.1986, Page 49
NORÐURIJÓSIÐ
49
Það var kvaðst með kærleikum og hann skildi alla fjöl-
skylduna eftir undrandi og hluttekningarsama.
Þessi frásaga er höfð eftir hinum fátæka húsföður sjálfum,
sem þegar í stað kunngerði hana meðal nágranna sinna, að
hann hefði nærri því neitað að láta ókunnugan mann koma
inn í hús sitt, en sem reyndist vera líkari engli en manni.
Á leiðinni aftur til Nyon í Sviss prédikaði hann með slík-
um krafti að jafnvel Guðstrúarmenn (sérstakur trúfl.) hlust-
uðu með aðdáun meðan mannfjöldinn virtist sjá og heyra
meira en manninn. Aldraður prestur, yfir sjötugt grét mikið
og hvatti hann til að vera kyrran og hrópaði: „Ó, herra,
hversu óhamingjusamt er þetta land! Á mínum dögum hefir
komið fram aðeins einn engill í mannsmynd, og það varð
okkar hlutskipti að vera sviptir honum.“ Grátandi mann-
fjöldi þyrptist kringum vagninn hans til að heyra síðustu
orðin eða líta auglit hans og ekki svo fáir fylgdu honum
meira en tvær mílur, af því þeir gátu ekki slitið sig frá honum.
Prédikun hans í Kingswood var ennþá áhrifameiri. Fólkið
varð ákaflega snortið. Hjörtun bráðnuðu. Tárin streymdu úr
augum vesalings kolanámumannanna þannig að svört and-
litin voru þvegin með þeim svo að hvítar rákir mynduðust.
Hvað honum viðvék þá náði áhugi sálar hans langt útfyrir
takmörk krafta hans, svo að eftir að hann lauk máli sínu fór
hann úr skyrtunni, sem var svo blaut eins og henni hefði
verið dýft í vatn.
6. kapituli
Skólastjórn
Á þessum tíma stofnaði hertogafrúin af Huntingdon skóla í
Wales til þess að mennta unga menn til þjónustunnar í þeim
trúarflokki sem þeir kusu sjálfir. Engum var leyfður að-
gangur nema hann væri endurfæddur. Námið tók þrjú ár.
Kennslan var ókeypis og allar nauðsynjar og einnig fatnaður
á hverju ári.
Eftir að hafa litið vandlega yfir akurinn kaus greifafrúin