Norðurljósið - 01.01.1986, Page 93

Norðurljósið - 01.01.1986, Page 93
NORÐURIJÓSIÐ 93 hann enga húfu eða skýlu af nokkru tagi — því að þetta fáfróða fólk heldur að Guði sé þóknanlegt að það þjáist og það sem getur borið þjáningarnar með mestri þolinmæði sé mest elskað af Guði. Nanoc, því að svo hét gamli maðurinn, kom fast að turninum og kallaði hátt: „Heilagi fakír, hlustið á mig vesælan mann sem leitar hjálpar." Fakírinn rétt aðeins lét svo lítið að líta í áttina til hans en hvorki hreyfði sig eða talaði. „Sjá,“ hrópaði Nanoc aftur, „Sjáið þetta blað: það er ritað orðum guðlegs vísdóms, út- skýrið það fyrir mér, ó, heilagi maður, hvað þessi orð merkja.“ Ennþá neitaði fakírinn að gefa beiðni hans nokkurn gaum. Nanoc tók langan vönd sem lá á jörðinni, gjörði rifu í annan endann og stakk blaðinu í rifuna. Síðan lyfti hann því hægt upp og hélt því á lofti. „Farðu,“ hrópaði fakírinn, um leið og hann greip blaðið og kastaði því burtu, „truflaðu mig ekki i guðrækni minni.“ Nanoc tók aftur upp blaðið sem hafði svifið um í loftinu. Hann sá nú að hann gæti ekki fengið neina hjálp hjá fakírn- um og fór því burt. Meðan Nanoc sneri sér undan, þá fór hann aftur að líta yfir blaðið, sem hann hafði fundið og er hann gjörði það, datt honum í hug, að það væri ef til vill blað úr einu af þessum miklu Hindúaritum. Satt að segja var það algjörlega ólíkt þvi sem hann hafði heyrt prestana lesa en þó, þetta gæti verið einn af þessum heilögu leyndardómum sem væru huldir fyrir fólkinu. Gagntekinn af þessum hugmyndum gekk hann hratt í burtu til musterisins sem var reist guði viskunnar, þar sem hann vonaði að fá leyst úr erfiðleikum sínum. En orðin, „Guð er ljós,“ höfðu gefið honum nýjar hugmyndir um Guð, svo að þegar hann kom að musterinu og sá þessi skrímslis- legu skurðgoð með stóran uppblásinn líkama og fílshöfuð — þó hafði hann séð það þúsund sinnum áður — þá fann hann að þetta var gagnslaust og ekki til nokkurrar fræðslu svo að hann sneri sér burt í örvæntingu. Langan tíma reikaði Nanoc stað úr stað og frá musteri til musteris í von um að hann gæti einhvers staðar hitt einhvern
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.