Norðurljósið - 01.01.1986, Page 134
134
NORÐURIJÓSIÐ
FYRSTA HANDTAKAN, var árið 1960, er hann var 18
ára, fyrir að starfa að kristilegu æskulýðsstarfi í heimsbæ
sínum.
ÖNNUR HANDTAKAN, var 1967 og þá var hann
dæmdur í tveggja ára fangelsi. Frá 1970 gat hann ekki hafst
við á heimili sínu og varð að fara huldu höfði til að geta sinnt
þjónustu sinni í neðanjarðarkirkjunni.
ÞRIÐJA HANDTAKAN, var 1973 og þá var hann
dæmdur til þriggja ára fangavistar í ströngum fangabúðum
samkvæmt lagagrein 209/2 fyrir „snýkjulíf“ sem merkir að
vera atvinnulaus. Heimildir greina frá að Pétur hafi unnið
sem lásasmiður í fangabúðunum. Þegar hann var látinn laus
hélt hann til borgarinnar Rostov við Don og varð forstöðu-
maður baptistakirkjunnar þar.
FJÓRÐA HANDTAKAN, var 3. janúar 1978. Þó að Pétur
væri aðeins 25 ára var hann farinn að heilsu eftir langvarandi
veru og þrældóm í fangabúðunum. En þrátt fyrir það var
hann dæmdur enn á ný 9. mars 1978, í tveggja og hálfs árs
fangelsi. Dómurinn yfir honum byggðist á lagagrein 190-3
(„fyrir að skipuleggja eða taka þátt í fjöldaaðgerðum er raska
almennum friði og reglu“).
Hinn 3. júlí 1980 hafði Pétur Peters tekið út dóm sinn og
sneri aftur til Rostov. En honum var neitað um leyfi að setjast
þar að á þeim forsendum að hann ætti engann vísan sama-
stað þar.
Mánuði áður en Pétur var látinn laus voru faðir hans,
bróðir og mágur handteknir. í desember sama ár — 1980 —
voru þeir allir dæmdir til refsingar í nauðungarvinnubúðum,
allt upp í þrjú, þrjú og hálft og fimm ár hver.
Pétur var kallaður „erkióvinur almennings“ af stjórn-
völdum þar eystra. Eftir það heyrðist lítið frá honum.
1 nóvembermánuði 1981 sendi Pétur frá sér aðvörun um
að KGB (sovéska leyniþjónustan) beytti nýjum brögðum og
aðferðum til að leiða kristna menn í gildru. Framandi menn
heimsóttu heimili krsitinna og báðu þá um peninga til
hjálpar Pétri Peters, eða til styrktar leyniforlaginu
KHRISTIANIN sem Pétur hafði verið í tengslum við. Einnig