Norðurljósið - 01.01.1986, Síða 151
NQRÐURI .JÓSIÐ
151
Flóttinn
Nokkru áður en þrælastríðið byrjaði í Ameríku, fréttu þræl-
amir í Bandaríkjunum það, að kæmust þeir til Kanada, yrðu
þeir alfrjálsir, og yrðu ekki framar gerðir að þrælum. Þeir
fengu sannar sagnir um það, að breska stjórnin hefði fyrir
löngu gefið út þau lög, að allir skyldu jafnfrjálsir og réttháir
undir merki Victoriu drottningar, og að enginn skyldi vera
þræll undir breska merkinu. Oft og einatt mændu þessir
blökkumenn á norðurstjörnuna, og hugsuðu sem svo: ,,Ef
þeir aðeins slyppu inn fyrir landamæri Kanada, þá yrðu þeir
þegar frjálsir.“
Oft höfðu einstaklingar þessa undirokaða þjóðflokks, lagt
af stað til að leita sér frelsis. Og margir þeirra urðu að synda
yfir Missisippifljótið; og jafnvel fleiri ár. En ekki leið á löngu
að húsbóndinn yrði þess var, ef einhver þrælanna flúði.
Hann sleppti þá sporhundum sínum lausum, og lagði sjálfur
af stað með þá, og lét þá rekja spor flóttamannsins, er flýr
meðan kraftar hans endast. Hann heyrir sporhundana nálg-
ast, en því meir flýtir hann för sinni, yfir hæðir og dali, ár og
læki, yfir sléttur og gegnum stórvaxna skóga. Hann hefir ekki
tíma til að neyta fæðu. Hann sér hið þráða land, Kanada
nálgast, og neytir sinna síðustu krafta að ná takmarkinu, að
komast yfir landamærin. Loks kemur hann auga á breska
merkið, og er þá að þrotum kominn er hann stígur yfir
landamerkjalínuna, enda voru það síðustu forvöð fyrir hon-
um, því húsbóndinn var á hælum honum með sporhunda
sína. En hann hafði ekki lengur yfir honum að segja, því nú
stendur hann undir vernd breska merkisins, og er frjáls
maður.
Þannig er því varið með synduga menn. Meðan þeir eru
óendurfæddir og lifa í syndinni eru þeir þrælar Satans, er
ekkert tækifæri lætur ónotað, með að telja þeim trú um, að
þannig verði þeir að lifa ævilangt. En þeir sem heyra fagn-
aðarerindi Krists og trúa því, leggja af stað eins og blökku-
mennirnir, þangað sem fullt frelsi er að finna, er aðeins fæst