Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1882, Side 35
35
mikla, sem Ammianus Marcellinus kallar hinn göfg-
asta (Hermanric rex nobilissimus), og sem á sinni tíð,
ioo árum á undan Atla, var alt eins mikill fyrir sér,
eins og Attíla Húnakonungur ? og játar Keyser þó
— enda væri erfitt að neita því — að Jörmunrekur
Eddu sé Hermanrik sögunnar. Hamdismál segja að-
eins:
Hló þá Jörmunrekr
hendi drap á kampa--------
skók hann skör jarpa
sá á skjöld hvítan,
lét hann sér í hendi
hvarfa ker gullit.----
það er ekkert að marka, þótt Edda brúki ekki
stærri orð um Atla, en hún gjörir. Norðurlandabúar
voru í þá daga ekki gífurmæltir; þeim óx ekki alt í
augum. Að forfeður vorir hafi heyrt og munað margt
um Húnaland, um Atla og viðureign hans við Gauta,
Franka, Borgunda o. fl., er því eins víst fyrir það, þó
þeir hafi á stundum blandað málum. Sigurður Fofnis-
bani er viða nefndur hinn húnski, þótt hann í réttum
skilningi og eptir Eddu sjálfri (Sinfjötlalok) ætti að
vera vallenzkur eða frakkneskur, og Brynhildur1 syst-
ir Atla, sem sjálf er húnsk, býður að láta þann hinn
húnska (Sigurð) hvíla sjer á aðra hlið. Enn—alt um
það ber bæði blærinn á sögunni, viðskipti ýmissa þjóð-
flokka á takmörkum Frakklands og þýzkalands, og í
kring um ána Rín og rosmufjöll Rínar, nafn Atla og
1) Brynhildarnafnið finnst, mér vitanlega, hvergi í sög-
unni, nema meðal Franka. Sonur Clotars Erankakonungs
Sigebert (561—575 e. Kr.) er giptur gotneskri konungsdóttur
Brynhildi (Brunehaut), sem er mjög svipuð hinni norrænu
nöfnu sinni að skaplyndi og afdrifum. — Michelet, Hist. de
France, I, 221—248.
3'