Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1882, Page 57

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1882, Page 57
 57 i, að Húnar létu af að leita inn á rómverska landar- eign framar en samningar heimiluðu, 2, að Atli léti sér nægja jafntigna sendimenn þeim, sem venja var að velja honum, og 3, að Onegesíus yrði sendur til þess að semja við stólkonunginn af hálfu Húna—upp á þetta fékk Maximínus engin andsvör. Fór hann þá við svo búið og með honum Berekur sá, sem ofan er getið, með bréf frá Atla til Theodosiusar. Maximínus skildi svo við Atla, að hann vissi sjálf- ur minna um hinn sanna tilgang sendifarar sjálfs sín, en Atli. Svo var mál meðvexti, að áður en Edekon, Ores- tes og Vigilas fóru frá Miklagarði, hafði Chrysaphíus geldingur keypt við Edekon að veita Atla banatilræði. í vitorðinu um þessa ráðagjörð var einnig Vigilas, en Orestes ekki, þótt hann grunaði, að eitthvað byggi undir launfundum Edekons við Chrysaphíus og stól- konunginn sjálfan. Hafði Edekon annaðhvort gengið eða að minnsta kosti látizt ganga að kaupunum fyrir 100 pund gulls (kr 72,000); en hvort sem hann nú ótt- aðist, að Orestes mundi eitthvað gruna, eða hann hafði aldrei játað kaupunum, nema til þess að hafa fé útúr Rómverjum — nokkuð er það, að þegar hann skildi við þá Maximínus og Priscus á Dónárbökkum, og kom aptur heim til Atla, þá sagði hann Atla upp alla sög- una og þóttist hafa tekið boðum Chrysaphíusar, til þess að veiða Rómverja í þeirra eigin snöru. þ>egar Maximínus kom á eptir á fund Atla, þá vissi Atli af þessum svikráðum við sig; hann vissi og, að Vigilas var í vitorðinu; en það sem honum var ókunnugt var það, hvort Maximinus einnig væri flæktur í þetta vand- ræði. Eptir þessu vildi hann komast, en er hann varð þess vís, að Maximínus var saklaus, lét Atli hann fara í friði, en með erindisleysu. þar á móti rak hann Vigilas öfugan aptur til Miklagarðs til þess að sækja gull það, sem lagt hafði verið til höfuðs sjálfum hon-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.