Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1882, Blaðsíða 36
þjóðarinnar, sögnin um þjóðrek1, og loks afdrif Atla
þess ljósan vott, að hann er sami maðurinn og Attíla
sonur Mundjuks eða Mundzuks. í þættinum af Fornjóti
og hans ættmönnum, er sonur Buðla konungs nefndur
Attíll:—„Buðli hafði Saxland, hann var faðir Attíls“,
o. s. frv. (kap. 2) og sagan af Diðrik af Bern, er samin
mun hafa verið á 13. öld, nefnir ávalt Attila, en ekki
Atla, og þó hún hafi gjörzt „i þýðverskri tungu“, þá
er alt sama sögnin, eins og rétt er hermt í Prologus
Diðriks sögu ; hún „hefzt út á Púl, og fer norður um
Lungbardi og Fenidi, í Suava, í Ungaría, í Púlinaland,
í Rúzía, í Vindland, í Danmörk og Svíþjóð, um alt
Saxoniam og Frakkland og vestur um Valland ok
Hispaníam.-----Ok Danir og Sviar kunnu at segja hér
af margar sögur, en sumt hafa þeir fært í kvæði sín,
er þeir skemta ríkum mönnum. Mörg eru pau kvœði
kveðin nú, er fyrir löngu voru ort eptir pessari sögu.
Norrcenir menn hafa saman fært nokkurn part sög-
unnar, en sumt með kveðskap. Ok pó at nokkuð bregð-
ist atkvœði um mannaheiti eða atburði, pá er ekki und-
arligt, svo margar sögur sem pessir hafa sagt, en pó
rís hún nær af einu efni-----“.
pessi ummæli Diðrikssögu, þótt riddarasaga sé,
eru miklu sennilegri, en hugarburður Keysers, sem við
ekkert hefir að styðjast, að Húnaland Eddukvæðanna
sé eitthvert annað Húnaland á Norður-þýzkalandi, eða
jafnvel Jótlandi, og að Atli Atlakviðu og Atlamála
sé einhver annar þýzkur eða józkur nesjakonungur,
1) þar sem R. Keyser gjörir ráð fyrir því, að sögnin
meini þjóðrek Aiistnrg&uta hinn mikla þjóðmarsson eða
þéttmarsson, Italíukonung, þá er það undarlegur misskiln-
ingur. Líklegra er þó, að Guðrúnarkviða III. eigi heldur
við þjóðrek Vesturgmta. konung í Toulouse, sem var Atla
samtíða og barðist við hann, heldur en að hún meini þann
þjóðrek, sem ekki var fæddur, þegar Atli féll frú.