Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1882, Blaðsíða 113
II.
Glúma 80. 03 -70. bis.
(„ísl. forns.“ I. Kmh. 1880).
Eptir síra Janus Jónsson.
Mál er, munat en sælu
menbrjótandi hljóta
—oss kom breiðr í búðir
böggr—af einu höggi.
l>á er fleymarar fjóra
fullkátir vér sátum
nú er mógrennir minna
mitt sex tigu vetra.
f>essi vísa er ein af vísum Víga-Glúms, og er
prentuð þannig í útgáfu Glúmu (80. 63—70- bls.) í „ís-
lenzkum fornsögum“ I. Kmh. 1880. Vísa þessi er eigi
auðskýrð, og sjálfsagt aflöguð. Stip. Arn. Guðm. þor-
láksson, sá er söguna hefur búið undir prentun, hefur
eigi gjört nokkura tilraun til að skýra þessa vísu, nje
aðrar vfsur þær, er í sögunni eru, enda segir hann í
formálanum, að þær sjeu „flestar meira eða minna úr
lagi færðar“. Hann getur þess, að „herra prófessor
Konráð Gíslason hafi lagfært sumar þeirra svo vel, að
enginn vafi muni á þeim geta leikið lengur“, enn hin-
ar, sem eptir eru, kveður hann eigi vera sitt meðfæri,
og hafi hann því með öllu sleppt að reyna til að skýra
þær. Jeg ætla þó, að það hafi eigi verið rjett gjört.
Hitt var rjett, að prenta þær, eins og þær stóðu í hand-
ritunum, í sögunni sjálfri, enn öllum hefði mátt vel
Tímarit hins íslenzka bókmentafélags. III. 8