Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1882, Blaðsíða 95
95
hverju sambandi þau standa til annara dýra, og
grennslast eptir því, hverjar orsakir hafa verið til
þess, að bygging þeirra varð svo undarleg. Hvert
dýr hefir tvenns konar eiginlegleika, aðra, sem þau fá
að erfðum, og hina, sem myndast smátt og smátt af
ytri kringumstæðum og breyttum lífsskilmálum ; þeg-
ar þessi eiginlegleika-kyn verða mjög frábrugðin hvert
öðru, koma fram svo undarlegar skepnur. f>au dýr,
sem svo eru, mundu alþýðumenn á íslandi kalla
skrimsli, því hvert það dýr, sem bygt er eptir sömu
lögmálum og vér erum vanir að sjá, þykir ekki und-
arlegt; en þar sem limimir eru eins og þeir væru sinn
af hverju tagi, svo hvað æpir á móti öðru, þar kemur
fram eitthvað ægilegt; þess vegna eru skrimslin í
hugmyndum þjóðanna útbúin mörgum fjarstæðum
eiginlegleikum, t. d. eins og hin hugsuðu fíngálkn,
einhyrningar, drekar, skoífín, nikrar, marmennlar o. fl.
í kringum Montmartre við París fann Cuvier mörg
dýr, sem líkjast tapírum þeim, sem nú lifa í Suður-
Ameríku og á Indlandseyjum. Hjá þeim dýrum, er
hann kallaði „palæotheria“, erufæturnir opt svo skap-
aðir, að ein táin er í miðju, en jöfn táatala beggja
megin, eða með öðrum orðum, að tala allra tánna hefir
verið ójöfn tala; hjá öðrum var aptur táatalan jöfn og
engin eiginleg miðtá. Cuvier tók samt eigi sérstaklega
tillit til þess, en taldi öll hófdýr jafnt til þykkskinn-
unga. Seinna hafa menn skipt þessum dýrum í ójafn-
táuð (perissodadylœ), þar undir teljast nashyrningar og
tapirar, og jafntáuð (artiodadylce), þar til heyra vatna-
hestar og svín. Nú hafa rannsóknir á steingjörving-
um, er fundizt hafa í Norður-Ameríku, sýnt, að skipting
þessi hin síðari er á góðum rökum bygð. Menn hafa
þar fundið ótal beinagrindur af dýrum, sem mjög líkj-
ast hestum, en sem hafa fleiri hófa. Hesturinn geng-
ur aðeins á fremsta tálið og hefir að eins eina tá, en