Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Side 3

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Side 3
209 for Isl. VI, 452), var Árni Sivertsen skipaður í hana, og starfaði hann í þeirri nefnd, þangað til hún var upphafin, 4. júlí 1806 (s.st. VII, 80). 18. desember 1807 varð hann ritstofufulltrúi í rentukammerinu og andað- ist í Kaupmannahöfn 1. marz 1814. Hann átti danska konu, og ílengdust börn þeirra í Danmörku. 2. Árni Thorsteinson, fæddur á Arnarstapa 5. apríl 1828, sonur Bjarna konferenzráðs Thorsteinsonar (A 12); útskrifaður úr Reykjavikurskóla 1847 > can<3. juris 19. júní 1854 með 2. einkunn í báðum prófum. Hann kom út árið eptir og fjekk veitingu fyrir Snæfellsnessýslu 31. marz 1856; 18. febrúar 1861 varð hann landfógeti og bæjarfógeti í Reykjavík, en með kgsúrsk. 31. jan- úar 1874 voru þau embætti aðskilin frá 1. júlí s. á. (Tíð. um stjórnarmál. ísl. III, 732), og hefur hann siðan verið eingöngu landfógeti; 26. maí 1867 var hann sæmdur kan- sellíráðs nafnbót og 2. ágúst 1874 riddarakrossi danne- brogsorðunnar. Frá 1. júlí 1877 til 30. apríl 1878 var hann jafnframt embætti sínu settur 2. assessor og dóms- málaritari í yfirdóminum, og árin 1876 til 1879 hafði hann á hendi hina umboðslegu endurskoðun íslenzkra reikninga. Hann hefur setið á 3 seinustu alþingum sem konungkjörinn þingmaður. Kona hans er Soffía dóttir Hannesar Johnsens, kaupmanns í Reykjavík. 3. Arnór Árnason, fæddur á Belgsholti í Borgar- firði 25. ágúst 1808, sonur Árna stúdents Davíðssonar í Belgsholti og konu hans J>óru Jónsdóttur síðast prests á Mosfelli í Mosfellssveit Hannessonar; útskrifaður úr Bessastaðaskóla 1832; cand. juris 7. nóvember 1836 með 1. einkunn í hinu teóretiska en 2. einkunn íhinu praktiska prófi; var hann þá um veturinn á skrifstofu birkidómarans í nyrðra birki Kaupmannahafnar, en kom út sumarið 1837, og var fyrst 1 ár hjá Jóhanni bróður sínum, sýslumanni í þingeyjarsýslu, síðan settur 14'

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.