Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 17

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 17
223 dæmdur frá því 22. júli 1790. Hann bjó á Felli við Kollaíjörð, og andaðist í Víðidalstungu seint í septem- bermánuði 1810; kona hans var Ástríður (-j* 1802) Bjarnadóttir sýslumanns Halldórssonar á þingeyrum, og áttu þau eina dóttur, Guðrúnu, sem var gipt sjera Einari Bjarnasyni Thorlacíus á Grenjaðarstað. 28. Hallgrimur Bachmann, fæddur á Stóru-Seljum í Helgafellssveit 14. desember 1799, sonur sjera Jóns Hallgrímssonar Bachmanns, síðast prests að Klaustur- hólum, og Ragnhildar Björnsdóttur prófasts þ>orgríms- sonar á Setbergi; útskrifaður úr Bessastaðaskóla 1823 og skrifaður í stúdentatölu við háskólann 1825 ; cand. juris 22. apríl 1830 með 2. einkunn í báðum prófum. Hann hafði í hyggju að gefa út íslenzt lagasafn (Lovs. for Isl. IX, 761), en andaðist í Kaupmannahöfn xi. april 1834, ókvæntur og barnlaus. 29. Hannes Christian Steingrímur Finsen, fæddur í Reykjavík i3.maí 1828, sonur Olafs assessors Finsens (A 69); útskrifaður úr Reykjavíkurskóla 1848; cand. juris 12. júní 1856 með 2. einkunn í báðum prófum. Hann var fyrst í yfirskoðunarskrifstofu hinnar íslenzku stjórnardeildar, síðan varð hann landfógeti á Færeyj- um 15. marz 1858, og fjekk kansellíráðs nafnbót 9. júní 1868 ; 30. október 1871 var honum veitt amtmanns- embættið á Færeyjum, og 26. júlí 1874 var hann sæmd- ur riddarakrossi dannebrogsorðunnar. Hann er tví- kvæntur, og bæði fyrri og seinni kona hans dönsk. 30. Hermannius Elías Johnsson, fæddur á ísafirði 17. desember 1825, sonur Jóns Jónssonar, verzlunar- stjóra þar, og konu hans Guðbjargar Jónsdóttur Hjalta- líns, síðast prests á Breiðabólstað á Skógarströnd; út- skrifaður úr Reykjavíkurskóla 1849; cand.juris 12.júní 1856 með 2. einkunn í báðum prófum. Hann var sett- ur málaflutningsmaður við yfirdóminn 30. júlí 1858, Tímarit hins islenzka Bókmentafélags. 111. 15

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.