Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Síða 20

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Síða 20
426 andaðist þar 26. marz 1840. Kona hans var Ólína dóttir Bonnesens sýslumanns; börn þeirra dóu ung. 34. Jóhannes Júlíus Havsteen, fæddur á Akureyri 13. ágúst 1839, sonur Jóhans kaupmanns Havsteens og konu hans Soffíu Thyrrestrup, kaupmanns á Akur- eyri; útskrifaður úr Reykjavíkurskóla 1859; cand. juris 7. júní 1866 með 2. einkunn í báðum prófum. Hann var fyrst á skrifstofu amtmannsins í Holbæk, varð 1870 assistent í hinni íslenzku stjórnardeild og var settur amtmaður í norður- og austuramtinu 9. júní 1881. Hann á danska konu, dóttur Westengaards ofursta í landhernum. 35. Jón Arnórsson, fæddur á Dunki í Hörðudal 1734, sonur Arnórs Jónssonar, sýslumanns í Borgar- fjarðarsýslu, og konu hans Steinunnar Jónsdóttur pró- fasts þórarinssonar í Hjarðarholti í Dölum; útskrifað- ur úr Skálholtsskóla 1757 og skrifaður í stúdentatölu við háskólann 1761; cand. juris 23. april 1765 með 2. einkunn. Hann var síðan skrifari hjá Skúla landfógeta Magnússyni, var skipaður aðstoðarmaður Hans Wíums, sýslumanns í miðhluta og suðurhluta Múlasýslu, 16. maí 1769 (Lovs. for Isl. III, 634) og fjekk veitingu fyrir Snæfellsnessýslu og Arnarstapa umboði 9. febrú- ar 1778. Hann bjó á Ingjaldshóli og seinast á Elliða og andaðist þar 26. apríl 1792. Kona hans var Guð- rún yngri (þ 15. jan. 1801) Skúladóttir landfógeta Magnússonar; börn þeirra mönnuðust lítt. 36. JÓn Eiríksson, fæddur á Skálafelli í Hornafirði 31. ágúst 1728, sonur Eiríks Jónssonar, bónda þar, og konu hans Steinunnar Jónsdóttur bónda á Hofi í Ör- æfum Vigfússonar; útskrifaður úr Niðarósskóla 1748; cand. juris 22. ágúst 1758 með 1. einkunn. 22. apríl 1759 var hann skipaður prófessor í lögfræði við Sór- eyjar háskóla, en var kallaður frá því embætti 4. júní 1771 og skipaður „Committeret“ (ritstofustjóri) í hinni norsku stjórnardeild með veitingabrjefi 8. júlí s. á. (sbr.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.