Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Síða 34

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Síða 34
240 arssonar biskups; útskrifaður úr Hólaskóla 1757, og skrifaður árið eptir í stúdentatölu við háskólann; cand. juris 17. júní 1765 með 3. einkunn í báðum prófum. Hann var settur sýslumaður i Skagafjarðarsýslu 1771 eptir lát Jóns sýslumanns Snorrasonar og-1773 í Húna- vatnssýslu, og' fjekk veitingu fyrir henni 21. febrúar 1774; var Húnavatnssýsla þá talin versta sýsla á land- inu. Hann bjó á Geitaskarði og andaðist þar 1789. Hann átti Helgu (j- 1784) Halldórsdóttur prófasts Jónssonar á Hólum í Hjaltadal; börn þeirra voru: sjera Gísli á Tjörn á Vatnsnesi, sjera Halldór í Saur- bæ á Hvalfjarðarströnd og Ingibjörg, sem fyrst var gipt Jóni bónda Jónssyni á Auðunnarstöðum i Víðidal og síðan sjera Einari Guðbrandssyni á Auðkúlu. 62. Magnús Ólafsson, fæddur í Svefneyjum 17281, sonur Olafs bónda Gunnlaugssonar í Svefneyjum og konu hans Ragnhildar Sigurðardóttur lögrjettumanns Sigurðssonar á Brjánslæk; útskrifaður úr Skálholts- skóla 1754; cand. juris 19. júní 1769 með 2. einkunn. 10. marz s. á. hafði hann fengið konungsbrjef fyrir varalögmannsdæmi sunnan og austan, en rjettur lög- maður varð hann ekki fyr en 9. marz 1791, þegar Björn lögmaður Markússon andaðist. Hann var stóls- haldari í Skálholti frá 1777—85, flutti sig síðan að Meðalfelli í Kjós, og andaðist þar 14. janúar 1800; var hann hinn síðasti lögmaður, sem andaðist í lög- mannsdæmi. Magnús lögmaður átti Ragnheiði (j* 16. marz 1831) dóttur Finnsbiskups Jónssonar; þeirrabörn voru: Finnur etazráð og „Geheime-Arkivarius11, Ragn- hildur kona sjera Einars Pálssonar á Meðalfelli og Guðríður kona Stefáns Pálssonar í Oddgeirshólum. Sbr. lögmannatal Jóns Sigurðssonar, Nr. 136, í Safni til sögu íslands II, 163. 1) Sjá Minnisverð Tíð. II, 442 og Minerva 1803, 332. bls.; aðrir telja hann íæddan 1731.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.