Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 38

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 38
244 Vibe, og’ andaðist i mestu bágindum 1803, ókvæntur og bamlaus. 69. Ólafur Finsen. fæddur i Skálholti 22. mai 1793, albróðir Jóns kansellíráðs Finsens (A 38); útskrifaður úr heimaskóla af Steingrími biskupi Jónssyni 1814; cand. juris 7. október 1817 með 1. einkunn í hinu teó- retiska og 2. einkunn í hinu praktiska prófi. Hann var settur sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu 12. september 1818, og fjekk veitingu fyrir henni 5. maí 1821, og kammerráðs nafnbót 8. mai 1832. 18. april 1834 varð hann 2. assessor og dómsmálaritari í yfir- dóminum, en hafði verið settur, frá því að Magnús konferenzráð andaðist (A 63). Hann þjónaði land- og bæjarfógetaembættinu fyrir Ulstrup frá 1831 til 1832, og stiptamtmannsembættinu og amtmannsembættinu í suðuramtinu fyrir Krieger frá 1834 til 1836. Hann andaðist í Reykjavik 24. febrúar 1836. Kona hans var María dóttir Ola Möllers, kaupmanns i Reykjavík; börn þeirra eru: Vilhjálmur Finsen hæstarjettardómari (A 95); Jón Finsen stiptsfysikus á Lálandi og Falstri; Hannes Finsen amtmaður á Færeyjum (A 29); Oli Finsen póstmeistari í Reykjavík, og Valgerður seinni kona Halldórs prófasts Jónssonar á Hofi í Vopnafirði. 70. Ólafur Halldórsson, fæddur á Hofi í Vopna- firði 15. mai 1855, sonur Halldórs prófasts Jónssonar og fyrri konu hans Gunnþórunar Gunnlaugsdóttur dóm- kirkjuprests Oddsens; útskrifaður úr Reykjavíkurskóla 1877; cand. juris 2. júní 1882 með 1. einkunn. 71. Ólafur Ólafsson, fæddur á J>verá í Skagafirði 25. desember 1754, sonur Olafs bónda Jónssonar á Frostastöðum og konu hans Kristínar Björnsdóttur prests í Hofstaðaþingum Skúlasonar; útskrifaður úr Hólaskóla 1773, var síðan skrifari hjá Olafi stiptamt- manni og var skrifaður í stúdentatölu við háskól- ann 1777; cand. juris 20. ágúst 1782 með 1. einkunn.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.