Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 46

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 46
252 Sönderhald og Österlisbjerg hjeruðum 1791, og 1796 jafnframt ráðamaður í Randers; 7. desember 1804 varð hann borgmeistari í Randers og fjekk lausn frá því embætti 13. október 1819, en var þá skipaður birki- dómari og skrifari í Estrup birki og fjekk loks algjör- lega lausn frá embætti 1. júní 1831. Hann var gjörður Dr. juris af háskólanum í Göttingen 1801, og 25. júlí 1809 var hann sæmdur jústizráðs nafnbót. Hann andaðist í Randers 23. nóvember 1840. Hann átti danska konu, og eru mikilsverðir menn i Danmörku frá honum komnir, þar sem er Dr. med. S. A. N. Stadfeldt, prófessor við háskólann í Kaupmannahöfn og yfirlæknir á hinni konunglegu fæðingar- og hjúkr- unarstofnun; og J. D. S. Adolph, þjóðbankafulltrúi og einn hinn merkasti stórkaupmaður í Kaupmannahöfn. 84. Stefán Bjarnarson, fæddur á Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð 29. júlí 18261, sonur Björns Sigurðssonar, bónda þar, og konu hans þorbjargar Stefánsdóttur prests á Presthólum Lárussonar Schevings; gekk í Reykjavíkurskóla, en var útskrifaður af cand. theol. Magnúsi Eiríkssyni í Kaupmannahöfn 1851; cand. juris 19. júni 1858 með 2. einkunn í báðum prófum. Hann var s. á. settur sýslumaður í ísafjarðarsýslu og fjekk veitingu fyrir henni 28. janúar 1859, og 26. febrúar 1866 varð hann jafnframt bæjarfógeti áísafirði; honum var veitt Árnessýsla 6. nóvember 1878, en hann tók ekki við henni fyr en 24. júní 1879. Hann býr nú á Gerðiskoti í Flóagaflshverfi. Kona hans er dönsk. 85. Stefán Stephensen, fæddur á Bessastöðum 27. desember 1767, sonur Ólafs stiptamtmanns Stefánsson- ar (A 72); útskrifaður úr Skálholtsskóla 1785; cand. juris 5. nóvember 1788 með 1. einkunn í báðum próf- 1) í vitnisburðarbók skólans stendur, að hann sje fædd- ur 20. júlí 1827.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.