Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Síða 48

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Síða 48
*54 jafnframt skipaður bæjarfógeti á Akureyri; hann þjónaði amtmannsembættinu í norður- og austuramt- inu i fjærvist Havsteens amtmanns frá því um haustið 1862 og þangað til sumarið eptir. Hann á danska konu. 87. stefán þórarinsson, fæddur á Stóru-Grund í Eyjafirði 24. ágúst 1754, sonur þórarins sýslumanns Jónssonar og konu hans Sigríðar Stefánsdóttur prests á Höskuldsstöðum Olafssonar; útskrifaður í Kaup- mannahöfn af Hannesi biskupi Finnssyni 1771; cand. juris 6. febrúar 1776 með 1. einkunn. Hann var síðan í rentukammerinu, þangað til hann með kgsbrjefi 3. febrúar 1779 var skipaður varalögmaður norðan og vestan hjá Sveini lögmanni Sölvasyni, og þegar Sveinn lögmaður andaðist (6. ágúst 1782) varð hann lögmað- ur að fullu og öllu. Hann var skipaður amtmaður yfir norður- og austuramtinu 12. maí 1783 (Lovs. for Isl. IV, 711), en hjelt þó jafnframt lögmannsdæminu þangað til 19. ágúst 1789, að hann fjekk algjörlega lausn frá því; amtmannsembættinu þjónaði hann til dauðadags. Hann var settur stiptamtmaður og amt- maður bæði í suðuramtinu og vesturamtinu frá því að Ludvig Erichsen dó, þangað til Trampe tók við (sbr. A 72, nmgr.), og fra 29. marz 1810 til 20. marz 1813 var hann forseti í stjórnarnefnd stiptamtmannsembætt- isins1. Með konunglegri umboðsskrá 12. desember 1) Trampe stiptamtmaður fór utan til Englands haustið 1809, og með umboðsskrá, dagsettri í London 29. marz 1810, skipaði hann Stefán amtmann þórarinsson, ísleif yfirdómara Einarsson og Erydensberg landfógeta í nefnd, er skyldi gegna embættisstörfum stiptamtsmanns og amtmannsins í suður- amtinu. Með kgsúrsk. 23. júlí sama ár var Trampe skipaður stiptamtmaður í þrándheimi, og jafnframt var nefnd sú, er hann hafði sett á íslandi, staðfest þannig, að hún skyldi hafa á hendi störf stiptamtmanns, en aptur var Castenskjold skip- aður amtmaður í suðuramtinu og honum bætt við í nefndina.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.