Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Síða 56

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Síða 56
262 og 1857 sem konungkjörinn þingmaður. Kona hans er Jóhanna dóttir Lárusar kaupmanns Knudsens i Reykjavík ; þau búa á Litla-Hrauni á Eyrarbakka og eru þeirra börn: Árni, bóndi í Ameríku; þórður, læknir á Suðurnesjum; sjera Oddgeir í Miklaholti; Margrjet kona sjera Páls Sigurðssonar í Gaulveijabæ; þorgrim- ur barnaskólakennari; Sigurður og Sigríður. 99. þórður Jónasson, fæddur áNesi í Aðalreykja- dal 26. febrúar 1800, sonur sjera Jónasar Jónssonar síðast prests í Reykholti og konu hans þórdisar Jóns- dóttur prests i Garði Sigurðssonar; útskrifaður úr Bessastaðaskóla 1820 ; síðan kenndi hann piltum undir skóla, og var um tíma skrifari hjá þórði sýslumanni Björnssyni og var skrifaður í stúderitatölu við háskól- ann 1824; cand. juris 19. april 1830 með 1. einkunn í báðum prófum. Hann var eptir það í fjármálastjórn- inni (Finantsdeputationen), þangað til hann fjekk Eyja- íjarðarsýslu 24. febrúar 1835, tók við henni um haustið og þjónaði henni þangað til um sumarið 1837. 15. september 1836 varð hann 1. assessor i yfirdóminum og 31. marz 1856 jústitíaríus, og fjekk lausn frá því embætti með fullum launum 24. maí 1877. Hann Qekk jústizráðs nafnbót 6. október 1852, riddarakross danne- brogsorðunnar 6. október 1856, kommandörkross sömu orðu 1. flokk 11. maí 1865 og heiðursmerki danne- brogsmanna 2. ágúst 1874; þar að auki fjekk hann riddarakross heiðursfylkingarinnar frakknesku 1863. Hann veitti ýmsum embættum forstöðu sem settur: Gullbringu- og Kjósarsýslu frá 3. marz til 31. júlí 1840 og aptur frá 19. september 1850 og þangað til Bau- mann tókvið sumarið 1853; amtmannsembættinu í norð- ur- og austuramtinu frá því að Grimur Johnsson dó sumarið 1849 °í? þangað til Havsteen tók við sumarið eptir; landfógetaembættinu frá því í marz 1852 og þangað til Vilhjálmur Finsen tók við sama sumar;

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.