Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Side 65

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Side 65
271 an á skrifstofu Gríms Johnssonar, er þá var bæjarfó- geti í Skjelskör, og fjekk veitingarbrjef fyrir Snæfells- nessýslu 13. maí 1823 ; síðan fjekk hann veitingu fyrir Borgarfjarðarsýslu ig. maí 1827, en fór þangað ekki, og fjekk Mýra- og Hnappadalssýslu 24. maí 1828, og loks fjekk hann Rangárvallasýslu 19. apríl 1836, tók við henni i fardögum árið eptir og þjónaði henni til dauðadags. Eptir að hann varð sýslumaður, bjó hann fyrst í Máfahlíð, siðan í Einarsnesi og á Hamri á Mýr- um og síðast á Kollabæ í Fljótshlíð og andaðist þar 4. júli 1843. Með fyrri konu sinni átti hann 3 dætur: Oddnýju; Kristínu, konu sjera Jóhanns Björnssonar í Keldnaþingum, og Sigríði, konu sjera Páls Ingimund- arsonar í Gaulverjabæ. Seinni kona hans var Kristín (•{• 17. sept. 1876) Ingvarsdóttir frá Skarði á Landi Magnússonar, og þeirra börn: Guðlaug, kona sjera Gísla Jóhannessonar á Reynivöllum; Ingibjörg, kona Eggerst sýslumanns Briems; Sigríður, kona Jóns pró- fasts þórðarsonar á Auðkúlu ; Sigurður sýslumaður í Bæ (A 81); Elín, og Áslaug kona Magnúsar Stephensens i Viðey. 7. Erlendur þórarinsson, fæddur á Bjarnanesi 6. desember 1828, sonur f>órarins prófasts Erlendssonar, slðast á Hofi í Álptafirði, og konu hans Guðnýjar Benediktsdóttur prests á Skorrastað f>orsteinssonar. Hann lærði hjá Árna biskupi Helgasyni, fór síðan ut- an og tók próf í dönskum lögum 10. júlí 1854 með 1. einkunn í báðum prófum, og fjekk 27. s. m. veitingu fyrir ísafjarðarsýslu. Hann drukknaði á íafjarðardjúpi 29. desember 1857, ókvæntur og barnlaus. 8. Finnur Thorsteinson, fæddur á Arnarstapa 1822, sonur Bjarna konferenzráðs Thorsteinsonar (A 12); út- skrifaður úr heimaskóla af Árna biskupi Helgasyni 1842, og var skrifaður í stúdentatölu við háskólann árið eptir; Xímarit hins íslenzka Bókmentafélags. III. 18

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.