Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Síða 70

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Síða 70
276 mannahöfn, og Sig’urður ráðsmaður hegningarhússins í Reykjavík. Æfisaga Jóns Guðmundssonar er prentuð í And- vara, 7. ári. 15. Jón Johnsen, fæddur á Móeiðarhvoli n. maí 1778, sonur Jóns sýslumanns Jónssonar (A 43); út- skrifaður úr heimaskóla 1797; exam. jur. 22.júni 1800 með 2. einkunn í báðum prófum. Hann gjörðist árið eptir lögsagnari Steindórs sýslumanus Finnssonar í Árnessýslu og var það, þangað til Steindór fjekk lausn 1813, og aptur lögsagnari Theódórs sýslumanns Thorlacíusar í sömu sýslu frá 1815—19; eptir það var hann settur fyrir sýsluna 1819—20 og aptur 1833—35; sömuleiðis var hann umboðsmaður yfir konungsjörðum í Árnessýslu, þangað til þær voru seldar, hin síðasta 19. apríl 1837. Hann bjó á Drumboddsstöðum og Skálholti í Biskupstungum og síðast á Stóra-Ármóti í Flóa, og drukknaði niður um ís á þjórsá 13. nóvem- ber 1843. Kona hans var Halla Magnúsdóttir bónda á Skálmholtshrauni á Skeiðum Jónssonar, og þeirra börn: Jón etazráð (A 41), Magnús kaupmaður og óð- alsbóndi í Bráðræði, J>orsteinn sýslumaður (A 104) og Helga kona Árim bónda Magnússonar á Stóra-Ármóti. 16. Jón Thóroddsen, fæddur á Reykhólum 5. októ- ber 1819, sonur J>órðar beykis fóroddssonar á Reyk- hólum og konu hans þóreyjar Gunnlaugsdóttur prests í Reynistaðarþingum Magnússonar; útskrifaður úr Bessastaðaskóla 1840 og skrifaður í stúdentatölu við háskólann árið eptir. Hann lauk ekki embættisprófi í það sinn, en í marzmánuði 1848 gekk hann í lið með Dönum móti J>jóðverjum, og fjekk lausn frá her- þjónustunni um haustið, þegar vopnahlje var samið. Um vorið 1850 kom hann út aptur til íslands alfarinn og var þá settur fyrir Barðastrandarsýslu, en fór utan !853 og tók próf í dönskum lögum 25. janúar 1854

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.