Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 72

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 72
27« 18. Otti Effersö, fæddur í Orfarsey 8. október 1785; sonur Guðmundar bónda Jónssonar í Skildinga- nesi og konu hans Guðríðar Ottadóttur bónda á Hrólfs- skála Ingjaldssonar; útskrifaður úr heimaskóla 1802. Hann var síðan nokkur ár á skrifstofu stiptamtmanns í Reykjavík og var settur sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu 15. ágúst 1812 og þjónaði henni til 29. apríl 1814. Hann fór þá utan og tók próf í dönskum lögum 1816 með 1. einkunn i báðum próf- um; 17. mai árið eptir fjekk hann veitingu fyrir Snæ- fellsnessýslu, og andaðist hann þar 12. febrúar 1818, ókvæntur. Dóttir hans með Elínu Egilsdóttur Sandholt var Solveig, sem fyrst var gipt Jóni Vigfússyni prentara og síðan Jóni Jónssyni prentara, báðum í Reykjavík. 19. Páll Guðmundsson, fæddur i Krossavík 1777, sonur Guðmundar Pjeturssonar sýslumanns i Norður- Múlasýslu og fyrri konu hans þórunar Pálsdóttur prófasts Guðmundssonar í Vallanesi; útskrifaður úr heimaskóla af Geir biskupi Vídalín 1801; exam. juris 25. júní 1804 með 1. einkunn í hinu teóretiska og 2. einkunn í hinu praktiska prófi. Hann fjekk Norður-Múlasýslu eptir föður sinn 24. júlí 1807 og bjó fyrst á Breiðavaði og siðan á Hallfreðarstöðum og andaðist þar um haustið 1815. Hann átti Malenu Jensdóttur verzlunarmanns Örums, systurdóttur Geirs biskups, og voru þeirra börn: Páll stúdent og amtsskrifari; sjera Stefán aðstoðar- prestur á Hofi í Vopnafirði; sjera Siggeir á Skeggja- stöðum; Sigríður fyrst kona sjera J>orsteins Helgason- ar i Reykholti og síðar seinni kona sjera Sigurðar Thórarensens i Hraungerði; og þórunn fyrst gipt Hall- dóri stúdent Sigfússyni og síðan Páli umboðsmanni Olafssyni á Hallfreðarstöðum. 20. Páll Melsteð, fæddur á Völlum i Svarfaðardal 31. marz 1791, sonur J»órðar Jónssonar, prests þar, og konu hans Ingibjargar Jónsdóttur prests á Melstað

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.