Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Síða 73

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Síða 73
279 Guðmundssonar; útskrifaður úr Bessastaðaskóla 1809, var siðan skrifari Stefáns amtmanns f>órarinssonar, fór utan 1813 og tók próf í dönskum lögum 1815 með 1. einkunn í báðum prófum. Hann var settur sýslu- maður í Suður-Múlasýslu 3. júní 1815 og fjekk veit- ingu fyrir henni 19. september s. á.; þvf næst fjekk hann Norður-Múlasýslu 17. maí 1817 og kammeráðs nafnbót 8. mai 1832. Meðan hann var sýslumaður i Múlasýslunum, bjó hann á Ketilsstöðum á Völlum, en 24. febrúar 1835 var honum veitt Árnessýsla og flutti hann sig þá að Hjálmholti í Flóa; fardagaárið 1836— 37 þjónaði hann jafnframt Rangárvallasýslu fyrir Eirík sýslumann Sverrisson; 8. júli 1848 var honum veitt jústizráðs nafnbót. Loks varð hann amtmaður í vestur- amtinu 12. mai 1849; þjónaði hann þvi embætti til dauðadags og andaðist í Stykkishólmi 9. maí 1861. Hann var sæmdur riddarakrossi dannebrogsorðunnar 10. júní 1841, heiðurmerki dannebrogsmanna 21. sept- ember 1851 og kommandörkrossi dannebrogsorðunnar 14. júlí 1859. Hann sat í embættismannanefndinni í Reykjavík 1839 og 1841, á alþingi 1845 sem aðstoð- armaður konungsfulltrúa, 1847 sem konungkjörinn þing- maður, 1849 og á 4 næstu alþingum, síðast 1859, sem konungsfulltrúi, og loks á þjóðfundinum 1851 sem konungkjörinn þingmaður og var forseti þjóðfundarins; hann sat og í landbúnaðar- og skattanefndinni 1845 (sbr. A 100). Páll amtmaður var tvíkvæntur; fyrri kona hans var Anna Sigríður (j- 8. júní 1844) dóttir Stefáns amtmanns þórarinssonar, og voru þeirra börn: Páll málaflutningsmaður við yfirdóminn (B 21); Ragn- heiður kona Vigfúsar sýslumanns Thórarensens (B 28); Ingibjörg kona sjera Gísla Thórarensens á Ásgautstöð- um; Margrjet; Sigurður lector theol. og forstöðumað- ur prestaskólans í Reykjavík; Björg kona Guðmund- ar sýslumanns Pálssonar ; Guðrún kona Stefáns pró-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.