Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 74

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 74
fasts Stephensens í Holti í Önundarfirði; Jón prófast- ur f Klausturhólum; Stefanía kona Halldórs aðjunkts Guðmundssonar; Jakobfna fyrri kona Pjeturs kaup- manns Eggerz í Akureyjum; Halldór cand. phil. og amtsskrifari ; og J>órdís kona Jónasar sýslumanns Thorstensens. Seinni kona Páls amtmanns var Ingi- leif Jónsdóttir prests á Klausturhólum Bachmanns og þeirra sonur Hallgrímur cand. phil. 21. Páll Melsteð, fæddur á Möðruvöllum í Hörgár- dal 13. nóvember 1812, sonur Páls amtmanns Melsteðs (B 20); útskrifaður úr Bessastaðaskóla 1834. Hann fór utan sama ár, var skrifaður í stúdentatölu við há- skólann og las lög, en leysti ekki af hendi embættis- próf í það sinni. Hann kom út aptur 1840 og bjó nokkur ár á Brekku á Álptanesi og flutti sig síðan tíl Reykjavíkur; 1848—49 þjónaði hann Árnessýslu í fjærveru föður síns, og 19. maí 1849 var hann settur sýslumaður í Snæfellsnessýslu og þjónaði henni þang- að til að Bogi Thórarensen tók við 1854, og bjó hann þá í Bjarnarhöfn. Árið eptir fór hann aptur utan og tók próf í dönskum lögum 28. janúar 1857 með 2. einkunn í báðum prófum. Siðan þjónaði hann Gull- bringu- og Kjósarsýslu 1858—62, fyrst fyrir Baumann sýslumann og siðan á eigin ábyrgð, og 21. janúar 1862 var hann settur málaflutningsmaður við yfirdóm- inn; jafnframt hefur hann haft á hendi tímakennslu við latínuskólann siðan 1868. Páll Melsteð er tvi- kvæntur; fyrri kona hans var Jórunn (ý 21. ág. 1858), dóttir ísleifs háyfirdómara Einarssonar; af börnum þeirra komust að eins 3 upp, og er eitt þeirra Anna kona Stefáns Stephensens umboðsmanns Múkaþverár- klausturs; seinni kona Páls Melsteðs er þóra dóttir Gríms amtmanns Johnssonar. 22. Pjetur Ottesen, fæddur á Sviðholti á Álptanesi 1778, sonur Odds yfirdómsnótaríusar og J>ingeyra klaust-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.