Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 75

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1882, Page 75
28i urhaldara Stefánssonar og’ konu hans Hólmfriðar Pjet- ursdóttur sýslumanns porsteinssonar (A 75); útskrifaður úr Hólaskóla 1799; exam.juris 29. júní 1801 með 2. ein- kunn í hinu teóretiska og 1. einkunn í hinu praktiska prófi. Hann varð síðan skrifari, fyrst hjá Krogh sýslu- manni í Húnavatnssýslu og síðan hjá Birni jústizsekre- tera Stephensen á Lágafelli, var settur fyrir Mýra- og Hnappadalssýslu 18. apríl 1807 og fjekk veitingu fyr- ir henni 25. ágúst 1808 og bjó fyrst á Sfðumúla og síðan á Svignaskarði. Hann fjekk lausn frá embætti 24. maí 1828, þjónaði Mýra- og Hnappadalssýslu apt- ur sem settur frá 1, júní til 6. október 1837 og and- aðist á Hlöðutúni í Stafholtstungum 20. júní 1866. Kona hans var jpórunn (-j* 12. júlí 1881) dóttir Stefáns um- boðsmanns Schevings á Ingjaldshóli, og þeirra börn : Sigrfður fyrri kona sjera Sveinbjarnar Hallgrímssonar, síðast á Glæsibæ ; Helga, kona Kristoffers bónda Finn- bogasonar á Stóra-Fjalli, og Stefán bóndi á Hlöðutúni. 23. Siguróur Snorrason, fæddur á Hólum í Hjalta- dal 1769, sonur sjera Snorra Björnssonar, síðasti Flugu- mýrarþingum, og konu hans Sigríðar Sigurðardóttur frá Geitaskarði Sigurðssonar Einarssonar biskups ; út- skrifaður úr Hólaskóla 1789. Hann var síðan skrifari hjá Stefáni amtmanni J>órarinssyni, fór utan og tók próf i dönskum lögum 25. april 1798 með 1. einkunn í báðum prófum ; hann gjörðist þá aptur skrifari Ste- fáns amtmanns, var lögsagnari Jóns sýslumanns Jak- obssonar í Eyjafjarðarsýslu frá 1803 til 1805 og fjekk Húnavatnssýslu 17. apríl 1805. Hann bjó þará Stóru- Giljá og andaðist þar 5. apríl 1813. Sigurður sýslu- maður var tvikvæntur; fyrri kona hans var Guðrún (ý 1808) þorsteinsdóttir frá Laxamýri Benediktssonar, og þeirra dóttir var Hólmfríður kona Jónasar bónda Jónssonar á Auðunnarstöðum i Víðidal. Seinni kona hans var Ingibjörg Björnsdóttir prests í Bólstaðarhlíð Jóns-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.