Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 2
2
liprasti kennari. Hann fjekk miklar mætur á Magn-
úsi, og átti brjefaskipti við hann lengi síðan. Átján
vetra að aldri fer Magnús í Bessastaðaskóla, 1824,
en burtfararpróf frá skólanum tekur hann 1829 með
bezta vitnisburði og stöku lofsorði fyrir siðgæði, iðni
og auðsveipni.
Á skólaárum sínum var Magnús venjulega á sumr-
um heima hjá móður sinni og stjúpföður. Hann var
þannig fram að árinu 1829 að miklu leyti undir
handarjaðri þeirra, enda hefur hin sorgmædda, en
trústerka og guðhrædda móðir hans haft fram á
þann tíma miklu meiri áhrif, en nokkur annar, á
hjarta hins viðkvæma unglings. þ*að er óefað hún,
sem lagt hefur grundvöllinn til hinnar sterku, barns-
legu forsjónartrúar, er var stoð hans og stytta gegn
um allt lífið. Hún vísaði hinum föðurlausa syni sínum
til hins algóða, almáttuga föður, svo innilega, að hann
gat aldrei gleymt því. Sömuleiðis hafði og stjúpfaðir
Magnúsar, er var hinn mesti trúmaður og unni drengn-
um hugástum, hin beztu áhrif á hinn unga mann.
í Bessastaðaskóla las Magnús nokkuð í guðfræði,
því að skóli sá var, eins og alkunnugt er, bæði lat-
inu- og prestaskóli. Stúdentar þaðan gátu, án þess
að afla sjer meiri menntunar, orðið prestar hjer á
landi. Guðfræðin varð brátt sú námsgrein, er Magn-
úsi geðjaðist bezt að, enda vaknaði þegar í skóla sú
löngun hjá honum, að sigla til Kaupmannahafnar
og nema guðfræði við háskólann. En sökum efna-
leysis varð hann að bæla niður siglingarlöngun sína,
og fór hann því, sama ár og hann tók burtfarar-
próf frá skólanum, fyrir skrifara til L. A. Kriegers,
sem var sitftamtmaður yfir íslandi 1829—1837.
Magnús var hjá honum í 2 ár. Hann segir sjálfur,
að hann hafi verið ljelegur skrifari ; en hvað sem
um það er, þá fjekk Krieger svo mikar mætur á