Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 241
241
ing (1201), en hann vildi ekki. Eyjólfur ábóti var
sonur Halls Rafnssonar ábóta á f>verá. — (ísl. ann.;
Sv. N.: „Pr. og Próf.“ 195.; Bisk. s. I., 472.; Hist.
eccl. IV.).
3. þorsteinn lumason, Kolbeinssonar, Arnórsson-
ar, Ásbjarnarsonar, Arnórssonar, var ábóti í Saurbæ,
og dó 1224. Hann var bróðir þeirra Kolbeins og
Arnórs Tumasona, laungetinn. Sonur þ>orsteins á-
bóta var ívar munkur. þorsteinn Tumason var við
staddur kirkjuvígsluna í Kálfanesi 1182. — (Sturi. I.,
50., 121. ; ísl. ann.; Bisk. s. I., 425.).
Eptir þetta kunnum vjer ekkert af að segja ábót-
um í Saurbæ eða klaustri þar. Mun því klaustur-
lifnaður þar eigi hafa orðið lengri, og klaustrið
liðið undir lok, en staðurinn komizt í leikmanna
hendur.
VIII. Viðeyjarklaustur.
þ>au voru upptök klausturs þessa, að í Stóra-Dal
undir Eyjafjöllum bjó maður sá, er Kolskeggur hjet
og var Eiríksson ; hann var maður mjög auðugur, og
var kallaður hinn auðgi. Hann var maður barnlaus,
og fór J>orvaldur Gissurarson í Hruna, hinn nafn-
kunni höfðingi, þess á leit við Kolskegg, að hann
legði fje til klausturs, er f>orvaldur hafði í hug að koma
á fót. Kolskeggur dó x223, og stóð þá Hallveig
Ormsdóttir, Breiðbælings, til arfs eptir hann, því að
móðir hennar var systir Kolskeggs, I>óra, sú er var
hjákona Orms, föður hennar. Hallveig var þá ekkja,
því að Björn bóndi hennar var fallinn i bardaganum
á Breiðabólstað 1221. þ>orvaldur Gissurarson var í
fyrirráðum með henni, og fjekk síðan Snorra Sturlu-
son í fylgi með sjer, að koma klaustrinu upp, og
Tímarit hins íslenzka Bókmenntafjelags. VIII. 16