Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 240
240
disar, taldar 6 systur í Kirkjubæ, er svo hjetu: Guð-
ríður, Oddný, systir Gissurar biskups, Arnleif, Ást-
ríður, Margrjet og Valgerður.—Svo var hjer í Kirkju-
bæ sem annarstaðar, aðkonungur ætlaði fyrst að stofna
þar (lestrar-)skóla, og gaf út brjef um það 1542, en
konungur tók brjef sitt um það til Halldóru aptur,
að ráði Jóhanns Friis, kansellera, og varð svo eigi
neitt úr því, að skóli kæmist þar á. Klaustrið
komst nú á vald konungs, og fylgdu því 42 jarðir,
og seldi konungur það á leigu fyrir ákveðið eptir-
gjald, en sá systrumfyrir uppeldi, meðan þær lifðu.
— Nær Halldóra abbadís dó, hef jeg eigi fundið.—
(Esp. Arb.; Hist. eccl. II., 274.; IV.).
VII. Saurhæjarklaustur.
Klaustur í Saurbæ í Eyjafirði var stofnað fyrir
1200; kom Brandur biskup (1162—1201) Sæmundar-
son á Hólum því kiaustri á fót. En svo er um það
klaustur, að fáar sögur fara af því, enda hefur það
staðið eigi lengi.—Ábótar þar eru þessir nefndir:
1. þorkell Skúmsson. Móðir Skúms var Ingibjörg
Arnardóttir, Ánssonar, f>órissonar i Garði, er helzt
gekkst fyrir sekt Grettis Ásmundssonar. — þorkell
ábóti dó 1203.—(ísl. s. I.: Landn. 231.; Bisk. s. I.,
147.; ísl. ann.; Hist. eccl. IV.).
2. Eyjólfur Hallsson var vígður 1206, og dó 1212.
1208 var hann með Guðmundi biskupi Arasyni í
Víðinesbardaga; segir svo, að með Guðmundi bisk-
upi hafi verið þrír ábótar, og geta eigi aðrir verið,
en Eyjólfur Hallsson í Saurbæ, |>órarinn Sveinsson
á f>ingeyrum, og Ormur ábóti á J>verá. Eyjólfur
Hallsson var áður prestur á Grenjaðarstað, en hann
yrði ábóti (1184—1201), og var einn þeirra manna,
sem Guðmundur Arason bauð að afsala biskupskosn-