Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 102
102
legri en óbrotnar og vísindalegar frásagnir. f>að er
t. d. talsvert meira i munni, að hugsa sjer helvíti í
Heklu og allar þær ógnir, sem standa i sambandi
við þá trú, en að líta kalt og hjátrúarlaust á hana.
J>á fer af henni þessi dularfulla gylling, og hún
verður að venjulegu og eðlilegu eldfjalli, sem gýs
bara endur og sinnum.
ísland fór alls ekki varhluta af þessum kynja-
sögum, sem gengu ijöllunum hærra á miðöldunum
og allt fram undir 19. öld, enda lágu fá lönd eða
ekkert land í norðurálfu betur við þeim en einmitt
ísiand. Bæði er þar margt nýstárlegt, sem ferða-
mennirnir skildu ekki í og löguðu því í meðferð-
inni, og svo er landið svo afskekkt, að þeir gátu
sagt hvað sem þeir vildu um það og landsbúa, því
það var lítil hætta á því að tiltölu, að ósannindi um
ísland kæmust upp, vegna fjarlægðar og samgöngu-
leysis. J>að var heldur ekki sparað að lýsa íslend-
ingum eins og skrælingjum, en íslandi allt öðruvisi
en það er. Og eptir því sem jeg veit bezt, eimdi
lengur eptir af gamla landalýsinga-„móðnum“ i lýs-
ingunni af íslandi en nokkru öðru landi i norðurálfu.
það er jafnvel ekki laust við, að honum bregði fyrir
enn i dag, i ferðabókum frá íslandi, eins og eg
mun benda á seinna.
|>að eru þessar gömlu sögur um ísland og íslend-
inga, sem jeg ætla að skýra frá í þessum ritlingi.
Jeg get ekki nema um fátt eitt, hjá þvi sem þyrfti
að geta um, ef ætti að tæma efnið, því það yrði
ákaflega langt mál, ef farið væri að snapa saman
allar kynjasögur um forfeður okkar, sem finna má
i gömlum bókum. Af þessu leiðir, að jeg hefi ekki
stuðzt við helminginn af þeim bókum, sem jeg vissi
að gátu um ísland. Sumar eru eingöngu, eða að
miklu leyti, um ísland, og hefi jeg farið yfir þær