Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 238
238
sannað, að hún hefði gefið sig fjandanum með brjefi,
farið óvirðulega með vigt brauð, og lagzt með mörg-
um þingmönnum, og var hún brennd. Sumir segja,
að tvær hafi nunnurnar verið brenndar, og hafi hin
verið brennd fyrir það, að hún hafi talað óvirðulega
um páfann. Segir svo, að leiði þeirra sjeu á kletti
einum í Skaptá, skammt frá Kirkjubæ, og sje ann-
að leiðið jafnan grænt, en hitt grænki aldrei.—(Esp.
Árb.; Hist. eccl. II., gg.—100.; IV.; ísl. ann.). Agn-
es abbadís dó 1361 (ísl. ann.).
5. þorgerður nokkur var þar abbadís. Hana
setti Michael biskup af 1387, og vígði í stað hennar
6. Halldóru Runólfsdóttur. og fór fáum mánuð-
um síðar fyrir henni á sömu leið. — (Hist. eccl. II.,
133.; IV.; Esp. Árb.; ísl. ann.).
T. Halldóra nokkur, abbadís í Kirkjubæ, ljezt i
svartadauða 1402. Dóu þá 6 systur, en 7 lifðu eptir.
Finnur biskup ætlar, að þessi Halldóra sje önnur
en sú, er talin er næst á undan, en vera mætti þó, að
þessi Halldóra væri Halldóra Runólfsdóttir, og að ann-
aðhvorthafi afsetning Michaels biskups, er skömmu
siðar fór utan, enga þýðing haft, eða þá hitt, að
Vilchin biskup hafi sett hana aptur í abbadísarsæt-
ið, er hann visiteraði austur þangað 1395.
8. Guðrún Halldórsdóttir var vígð abbadis í
Kirkjubæ eptir Halldóru látna, 1403 (ísl. ann.; Esp.
Árb.). Sóttin gekk mjög geyst þar í Kirkjubæ, svo
að þrisvar eyddi staðinn að mannfólki, og kom svo
um siðir, að systurnar urðu að mjólka peninginn,
„og kunnu flestallar lítt til, sem von var“; kom þar
til kirkju hálfur átti tugur hins sjöunda hundraðs
bráðdauðra lika, svo talið varð, en síðan gat engi
talið fyrir fjölda sakir. — þ>ess skal hjer getið, að
Vilchin biskup gaf kirkjunni í Kirkjubæ hina dýr-
ustu refla, er svo voru ágætir gripir, að engir voru