Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 223
223
sitatores alls íslands, eða skyldu rannsaka kirkju-
stjórnina og hversu fram færi í kirkjulegum efnum;
þóttu þeir ódælir viðfangs bæði leikum mönnum og
lærðum, og gjörðist sundurþykkja milli þeirra og
Gyrðurs biskups (Hist. eccl. II., 104.), og orti Ey-
steinn níðvísur um biskup, og kom svo, að biskup
ætlaði að bannfæra hann ; en þá linaðist Eysteinn,
og leitaði fyrirgefningar hjá biskupi, og tók biskup
hann í sátt, og setti hann (1359) umboðsmann sinn
yfir Vesturlandi. 1360 fór Eysteinn til Noregs;
hlutu þeir óveður mikil og hrakninga, og brutu skip-
ið við Hálogaland. Menn björguðust nauðulega, en
fjárhlutur allur týndist, og missti Eysteinn allar eig-
ur sínar, en gjörðist sjúkur sjálfur ; komst hann til
Niðaróss, og andaðist þar skömmu síðar (1361) (Hist.
eccl.I.,586.—588.).—forlákur ábóti andaðist 1350 (eða
1351). Var hann talinn helgur maður, og 1360 var
líkami hans upp tekinn og jarðaður í kirkju inni.—
(Bisk. s. I.: Lár. s., víða; Esp. Árb.; ísl. ann.; Hist.
eccl. IL, 99., 100.; IV.).
10. Eyjólfnr Pálsson hjet sá maður, er ábóti varð
eptir þorlák ábóta. Hann var áður prestur og ráðs-
maður í Skálholti. Hann var ábóti 1352—1377 (eða
1378), og dó hann það ár. — (Esp. Árb. ; ísl. ann.;
Hist. eccl. IV.).
11. Runólfur Magnússon varð eptir Eyjólf ábóti
í fykkvabæ. Hann var vígður 1378. Á hans dög-
um bar það við, að Sæmundur nokkur Stefánsson,
sakamaður, leitaði sjer hælis í klaustrinu, en var
dreginn þaðan og drepinn eptir dómi. Runólfur á-
bóti dó 1403 í plágunni miklu (svarta dauða); sú
sótt varð mjög skæð þar við klaustrið, svo að þá
dóu 6 bræður, en aðrir 6 lifðu; eyddi staðinn þrisv-
ar að mannfólki, svo að eigi lifðu eptir nema tveir
bræður, er heima voru, og einn húskarl staðarins,