Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 311
311
sig aldrei sjálf, en frjóvgast allt af á víxl; skorkvik-
indin bera duptið á milli. Blóm þessi eru opt mjög
nákvæmlega löguð eptir lifnaðarhætti þeirra skor-
kvikinda, sem þangað koma, og opt getur hvorugt
án annars verið, skorkvikindið og jurtin. Darwin
ritaði tvær aðrar bækur um líkt efni ; sýndi hann
með margra ára ræktunar-tilraunum, að fræ af þeim
jurtum, sem frjóvga sjálfar sig, er miklu lélegra; af-
kvæmið er pervisalegt og lítið, og þolir engin áföll,
t. d. snöggar hitabreytingar o. s. frv.; eins sýndi
hann, hvernig stendur á mismundandi lengd stýl-
anna i ýmsum blómum. í baráttunni fyrir lífinu
standa þær jurtir lakast að vígi, sem eru komnar af
náskyldum foreldrum, eða hafa frjóvgað sjálfar sig,
og því dragast jurtirnar smátt og smátt til þess að
frjóvgast á víxl, þó þær séu tvíkynja, en skordýrin
og vindurinn eru miðlarar á milli.
Arið 1875 gaf Darwin út bók um jurtir, sem eta
skorkvikindi1. A öldinni sem leið athugaði Eng-
lendingur nokkur, John Ellis, jurtina „Dionæa mu-
scipula", og sá, að hún náði skorkvikindum og not-
aði þau til fæðu; þetta þótti mönnum næsta ótrú-
legt, og allir grasafræðingar héldu, að það væri
vitleysa ; en Darwin sýndi, að athugunin var rétt;
hann fann líka ýmsar fleiri jurtir, er gjöra hið sama.
Sóldöggin (Drosera rotundifolia) vex á stöku stað á
íslandi, t. d. við Fossvog nálægt Reykjavík; það eru
mjög smávaxnar jurtir, en sjást opt langt tilsýndar, því
þær eru eins og rauðar skellur utan í mosaþúfum ;
blöðin eru mjög einkennileg, kringlótt og á þeim
löng hár með kirtilhnúðum á endunum. þ»egar
skorkvikindi setjast á blöðin, festast þau; hárin
teggjast að þeim, svo þau tolla í hinum limkennda
1) Insectivorous plants. London 875.