Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 5
er einkennir allt líf hans: annars vegar sterk for-
sjónartrú, trú á einn almáttkan, algóðan föður, og
þá trú átti hann, eins og áður er sagt, móður sinni
að þakka; hins vegar skynsemistrú, fyrir áhrif
Clausens og þýzkra skynsemistrúarmanna. þ>essi
tvídeiling í hinu andlega lifi hans verður ávallt
skarpari og skarpari eptir því, sem aldur færist
yfir hann, eins og síðar mun sýnt verða.
Litlu eptir að Magnús tók embættispróf, fór hann
heim til íslands snöggva ferð, til þess, að finna móð-
ur sína og stjúpföður og aðra frændur og vini, en
um haustið sigldi hann aptur til Kaupmannahafnar.
Hann hefur að líkindum ætlað sjer þá að staðnæm-
ast í Danmörku, því að skömmu seinna beiddi hann
sjer danskrar konu, Camillu Watson að nafni. Hon-
um var synjað ráðsins. Hvaða áhrif þetta hefur
haft á hugsunar- og tilfinningalíf Magnúsar, er eigi
hægt að sjá af ritum hans.
Magnús leitaði sjer nú atvinnu með því að leið-
beina (manuducera) guðfræðisnemendum. Hann
fjekk brátt mikla aðsókn, enda hafði hann þá álit
á sjer sem efni í vísindamann, og þótti einkar-leik-
inn í biblíuþýðing. f enna starfa hafði hann á hendi
í 9 ár (1838—47), en varð að hætta vegna ritdeilu
hans við háskólakennara Martensen. Magnús undi
um þessar mundir allvel hag sínum, og hafði næga
atvinnu af kennslu sinni, en ættingjar hans vildu
fyrir hvern mun, að hann kæmi heim og yrði prest-
ur á Islandi; einkum lagði móðir hans og stjúpfaðir
fast að honum. í brjefi einu, er Magnús fær um
þessar mundir frá stjúpföður sínum, fer hinn gamli
maður hjartnæmum orðum um það, hversu mjög sig
langi til að fá hann heim ; en bætir við, að hann
skuli vera kyrr í Danmörku, ef honum vegni þar
betur, „því að“, ritar öldungurinn, „mjer er nóg, að