Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 281
281
var litlu minni hætta búin af frakkneskum flótta-
mönnum, en af hálfu þeirra, sem flóttann ráku, Prúss-
um, því Wellington og Bretar voru orðnir svo upp-
gefnir, að þeir hurfu þegaraptur við Belle-Alliance.
Sjónarvottar bera, að skjaldborgunum var varla stætt
á vígvellinum fyrir þröng og þyrpingu, enda var
sól runnin og þegar farið að rökkva. þetta var
um náttmál. Prússar skoruðu á skjaldborgarmenn
keisarans, að gefast upp, en tvennum fer sögunum
um það, hverju svarað var og hver fyrir svörunum
var. f>ó mun því ekki hafa verið svarað, sem opt
hefir verið haldið á lopti, sem sé: „skjaldborgar-
menn falla, en gefast ekki upp (lagarde meurt, mais
ne se rend pas)“, heldur hiriu, sem enginn veit með
sannindum, hver svaraði, hvort það var foringinn
sjálfur, Cambronne, eða einhver sléttur og réttur
undirmaður, og var það eitt einasta orð: morde, sem
hver sem vill getur leitað uppi í orðabók. þ>á var
hleypt úr fallbyssum á skjaldborgarhornin, en skjald-
borgin hélt allt um það áfram í hægðum sinum í
náttmyrkrinu, og skilaði Napóleon daginn eptir lík-
amlega heilum og höldnum í Charleroi. Allar hin-
ar 5 'skjaldborgirnar voru skotnar niður eða teknar
til fanga.
Mannfallið var sem nú segir: af Frökkum 18000
manns, og 7000 manns herteknir, af þessum síðari
flestir um kvöldið í holveginum milli Papelotte og
Planchenoit; af Englendingum, Hollendingum,
Prússum og öðrum þ>jóðverjum 24,600 fallnir, en þvi
nær enginn hertekinn. f>á misstu Frakkar 200 fall-
byssur, allan farangur sinn og hersjóð, þar á meðal
ferðaplögg Napóleons sjálfs.
Eitt það hryggilegasta við flóttann úr orustunni
var sá grunur við hershöfðingja Frakka, sem kom
fram um nóttina hjá undirmönnunum; var það altal-