Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 244
244
var hann sendur af Arna biskup þorlákssyni, ásamt
Ólafi Hjörleifssyni, ábóta að Helgafelli, til Hítardals>
til að veita fje staðarins viðtöku undir forræði bisk-
ups.—Runólfur ábóti dó 1299.—(ísl. ann.; Esp. Árb.;
Sturl. II., 194. [er þar kallaður „Syrkársson“J; Bisk.
s. I., 685.; Hist eccl. IV., 84.).
3. Andrjes drengur varð 1305 ábóti í Viðey, og
hafði verið ábótalaust síðan Runólfur dó. Andrjes
var áður munkur í þ>ykkvabæ. Jón biskup Halldórs-
son i Skálholti tók af honum ábótadæmi 1325, og
vígði þangað aptur
4. Helga Sigurðsson. Hann var og munkur úr
jþykkvabæ. Helgi ábóti dó (Tómasmessu fyrir jól)
1343 eða 1344.—(Esp. Arb.; Hist. eccl. II., 64.; IV.,
84.; ísl. ann.).
J>á varð sú breyting á, að Jón biskup Sigurðs-
son (biskup 1343—1348) í Skálholti af tók Ágústins-
reglu þar i klaustrinu, en setti aptur Benediktsreglu
(o: munkareglu), og vigði undir hana 6 munka, og
skipaði Sigmund Einarsson príor yfir þá. þ>etta
gjörðist á Benediktsmessu (21. marz) 1344. Sigmund-
ur hafði áður verið officialis (1341). En þessi regla
stóð eigi lengi, því að Gyrður biskup af tók hana
aptur 1352, og setti aptur Ágústinsreglu (o: kanoka-
reglu), svo sem áður hafði verið.—(Esp. Árb.; Hist.
eccl. II., 101., 103.; ísl. ann.).
5. Björn Auðunnarson varð þá ábóti. Hann var
vígður 1352. Á hans dögum (1361) gaf Snorri prest-
ur klyngir, officialis, út skipun sína um osttoll til
Viðeyjarklausturs, eða staðfesting á hinni fyrri skip-
un um osttollinn, sem áður hefur verið getið.—Björn
ábóti dó 1364.—(Esp. Árb.; ísl. ann.; Hist. eccl. II.,
103., 106.; IV., 84.).
. 6. jón nokkur, munkur frá þykkvabæ, varð á-