Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 154
154
hann til íslands seinast í júni, og var þar liðugan
mánuð. Hann kom að landi við Helgapeldá (Helga-
fell vestra). f>aðan reið hann og fjelagar hans, einn
eða fleiri, til alþingis, þaðan til Scalhold (Skálholts),
og svo til Bessastaða. Höfundurinn tekur það víða
fram í riti sínu, að hann segi ekki frá neinu, sem
hann hafi ekki haft tækifæri á að sjá og heyra með
eigin augum og eyrum, en þó hafi hann ekki viljað
taka sumt upp i það, sem landsbúar hafi sagt sjer,
því það hafi verið svo ótrúlegt, að enginn lifandi
maður mundi trúa því. Á þetta er t. d. drepið í
titlinum á bókinni. Hann er svo á íslenzku : „IS-
LANDIA, eða stuttorð lýsing á eyjunni íslandi. í
hverri er ritað skýrt og skilmerkilega um alla hina
furðanlegu og óvanalegu atburði, sem annaðhvort
er hægt að sjá þar með eigin augum, eða fá vitn-
eskju um hjá áreiðanlegum mönnum meðal innbúanna
á þessari umgetnu eyju, en sem aldrei hefir heyrzt
um áður í þessum löndum vorum ; en nú, til upp-
byggingar fyrir alla sannkristna menn, sem þyrstir,
ekki einungis eptir að sjá verk þau, sem hersveit-
anna herra hefir gert, heldur einnig að heyra um
þau; gefið út i Leszno, það herrans ár 1638“.
Nú skulum vjer sjá, hvernig höfundurinn hefir sjeð
og heyrt á íslandi.
í formálanum fyrir bókinni segir höfundurinn ferða-
sögu sína. J>eir lögðu út frá Bremen og komust
opt i hættu, en náðu þó landi við Helgafell, eins og
áður er sagt. jóaðan fóru þeir dálítið upp í land
og var þeim alstaðar vel tekið, en einkum reynd-
ust þeir þeim vel, biskupinn i Skálholti (Oddur Ein-
arsson) og höfuðsmaðurinn á Bessastöðum (Herluf
Daa). þ>ar getur hann líka um einkennilegan glaðn-
ing, sem hann segir að Oddur biskup hafi gert þeim
að skilnaði. Streyc segir, að biskupinn hafi látið