Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 126
126
sull af öfgum um alla skapaða hluti, og svo ein-
staka heil brú á milii. Um ísland er getið á víð
og dreif, og er það merkasta sem nú skal greina.
Olaus Magnus getur um eldfjöllin á íslandi (bls. 61)
og segir, að þau muni vera flestum kunn um víða
veröld. J>au eru frábær að eðli sínu, þar sem æ-
varandi snjór er á tindi þeirra, en við ræturnar gýs
upp eldur og brennisteinn án afláts, án þess fjallið
eyðist þó nokkuð. þeir sem nær ganga er hætt
við að kafni í ösku þeirri og glóð, sem gýs upp,
en einkum af því, að víða eru voðalegar gjár
fullar af ösku úr fjöllum þeim og hálsum, sem þeg-
ar hafa brunnið, og þegar brennisteinn er aptur
vaxinn í þeim án þess á beri, geta þau aptur farið
að brenna. Höfundurinn kemur líka með mynd af
Heklu. Hún og mynd í Kosmografíu Munsters,
latnesku útg. frá 1544, eru víst elztu myndir, sem til
eru af henni. J>að má nærri geta, hvernig þær eru.
f>ví næst segir, að haldið sje, að refsingarstaður og
friðþægingarstaður1 fordæmdra sálna sje i einu eld-
fjalli þar, og þá kemur draugaklausan eptir Ziegler,
hjer um bil orðrjett. (Bls. 62.)
Olaus getur um fiskiveiðar og fiskitegundir á ís-
landi, og skal jeg ekki fjölyrða um það, nema hann
segir, að landsmenn veiði mest í febrúar, marz og
apríl, og hefir því vetrarvertíðin verið stunduð bezt
þá þegar, því þetta er svo sjerstakt, að hann hefir
líklega eitthvað fyrir sjer í því. Hann segir líka,
að kaupmenn þeir, sem fari til landsins til fiskikaupa,
búi sig út eins og þeir ætluðu í bardaga og blóðs-
úthellingar, enda yrðu þar stundum stórorustur milli
kaupmanna af ýmsum þjóðum. En landsbúar segir
1) Hreinsunareldurirm.