Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 113
113
drei slær þeim niður. J>að er líka mjög sjaldgæít,
að þrumur skjóti mönnum skelk í bringu. En þeir
hafa aptur annan djöful að draga, sem er miklu
verri viðfangs. Á hverju ári eða annaðhvort ár
kemur upp eldur einhversstaðar á eynni, og æðir
hann áfram eins og logi í sinu, likt og feliibylur,
og brennir það upp til agna (funditus)1, sem verður
á vegi hans. En hvort orsök (upptök) þessa elds
komi að ofan eða neðan, það er óvíst. Á þessu landi
eru stórir fálkar og haukar, og eru þeir fluttir út“2.
Hjer er fyrst getið um eldgos á íslandi, eptir því
sem jeg veit bezt; en úr þessu er sjaldan minnzt
svo á ísland í útlendum bókum, að ekki sje minnzt
á þau meira eða minna.
í Chronicon de Lanercost, sem kvað vera samið
um 1346, er sagt, að Villelmus Orkneyjabiskup hafi
sagt svo frá eldgosunum á Islandi 1275: „Á einum
stað í Yslandia (íslandi) brennur hafið. J>etta á sjer
stað mílu vegar og verður eptir svart og Ijótt vik-
ur3 * * * * * *. Annarsstaðar brýzt eldur upp úr jörðinni
á vissum timum, 7. hvert ár eða 5. hvert ár, og
brennir bæi og hvað sem fyrir verður, þegar minnst
vonum varir, og ekki er mögulegt að slökkva hann
1) í Eldfjallasögu þorvaldar Thoroddsens sendur „fumitus11
í staðinn íyrir þetta orð. Annars er sú redaktsíón svolítið frá-
hrugðin þessari. þar stendur t. d. Yslandia fyrir Hislandia, bls.
130.
2) Tekið eptir riti Camdens því, sem áður er getið um, bls.
721—22.
3) Hjer er ef til vill bent til eldgosanna fyrir Reykjanesi
1211, 1226, 123 , 1238, 1240. Sbr. Eldfjallasögu þorvaldar
Thoroddsens. Arngrímur Jónsson getur líka um eldgos fyrir
Reykjanesi 1236 (Brevis. Comm. 18. bl.). þorvaldur minnist
ekki á það, en sítjerar Arngrím við gosið 1226. þorv. vill ef
til vill láta það falla saman við gosið 1238.
Tímarit hins islenzka Bókmenntafjelags. VIII. 8