Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 164
164
i666 gefur f>órður f>orláksson biskups, sem seinna
varð sjálfur biskup í Skálholti (1672—1697), út íslands-
lýsingu sina, og er hún jafnframt varnarrit móti ó-
hróðri útlendinga um íslendinga. fórður er því
annar Arngrimur að nokkru leyti; en á hinn bóginn
ber ritgjörð hans það með sjer, að það er enginn
Arngrímur, sem hefir fjallað um hana. f>órður er
að vísu all-lærður, og er auðsjeð, að hann hefir lesið
flest, sem hafði verið skrifað um ísland; en meistara-
skapur og ritsnild Arngríms finnst þar ekki, þó leit-
að sje eins og að saumnál.
fórður hefir til að vera snefsinn við þá, sem hann
er að hrekja, einkum Blefken greyið, og er það þó
ótrúlegt, eptir því, sem sagt er og ritað um skap-
ferli hans, en ekki er hann samt eins kjarnorður
og Arngrímur.
Annars drepur hann á mjög margt, og segir skýrt
og áreiðanlega frá öllu; það á ekki að fjölyrða hjer
um lýsingu pórðar; en þess má geta, að hann færir
það til eptir Mercator og fleirum, að íslendingar
mali harðan fisk og búi til brauð úr honum* 1. „Dýpra
og drýpra, sagði andskotinn.“
Ekki sjást merki til þess, að útlendingar hafi lýst
íslandi rjettara eptir að þessi bók kom út, en áður.
Rótgrónar skoðanir falla sjaldan við 1. og 2. högg.
Anderson tekur það jafnvel fram (bls. 148), að það
sje lítið á þórði að græða, því hann hafi ritað bók
sína upp úr öðrum bókum ; en hitt er sannara, að
dam, 4. J>ar er íslandslýsing, bls 34—66. Zorgdr. er líka þýdd-
ur á þýzku, og gefinn út optar en einu sinni. Hann segir
meðal annars, að íslendingar búi í moMar-húsum, en ekki trje-
búsum, af því þeir sjeu svo hræddir um, að þau brenni.
1) Sbr. bls. 127.