Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 224
224
er bar fyrir þá mat, og aðra, er til komu. — (Esp
Árb.; ísl. ann.; Hist. eccl. II., 136.; IV.).
12. Jón Hallfreðarson varð þar ábóti næstur.
Nokkur ár eptir dauða Runólfs ábóta mun þar hafa
verið ábótalaust; og getur eigi Jóns Hallfreðarsonar
sem ábóta þar fyr en 1416. Jón fór utan 1405 með
Vilchin biskupi, oger þá kallaður „bróðir“. 1413—
1415 var hann officialis eða visitator yfir Hólabisk-
upsdæmi, að líkindum skipaður af Árna biskupi O-
lafssyni. 1415 ljet hann virða Mel í Miðfirði. 1422
kom Jón ábóti Hallfreðarson út með þeim Hannesi
hirðstjóra og Baltasar. J>eir komu við Vestmanna-
eyjar, og vildi hann eigi fara þar á land með þeim,
og ætlaði að leggja inn í sund (f>erneyjarsund), en
hann týndist þar með skipi og mönnum.—(Esp. Árb.;
Hist. eccl. II., 573.; IV.; „Safn“ I., 5.).
13. Jón hjet sá, er ábóti varð eptir hann. 1426
ætla menn að hann hafi verið officialis nyrðra, skip-
aður af Jóni biskupi Jónssyni á Hólum (biskup 1424
—1427), er þá mun hafa farið utan, því að hann
hefur samið skilmála milli J>óru Ormsdóttur, príór-
issu á Reynistað, og Björgólfs prests Illugasonar.
Sama ár var hann sem officialis staddur á Grenjað-
arstað, til að virða hús þar. 1432 var hann einn
með fleirum að gefa vitnisburð um það, að Loptur
Goðormsson hefði gefið fjórðungsgjöf Sumarliða syni
sínum, 3 hundruð hundraða, en erfingjar Lopts sam-
þykkt. 1438 var hann af Gottsvin biskupi nefndur
í dóm ásamt öðrum í Skálholti.—(Esp. Ár.; Hist. eccl.
II., 575 —57ó-; IV.; „Safn“ I., 5.).
14. Kolbeinn nokkur var ábóti 1448, erhann ljet
dæma klaustrinu hálfa Dyrhólaey. Hann var enn
á lífi 1455.—(Esp. Árb.; Hist eccl, IV., 62.).
15. Bárður nokkur var ábóti 1461 —1492.—(Esp.
Árb.; Hist eccl. IV.),