Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 140
140
fáeinum af heimamönnum sinum, en þar náðust þeir
og voru drepnir, nema Daði. Hann var tekinn hönd-
um. Nú var farið með hann til biskups, en hann
vildi ekki taka að sjer að gæta hans. f>á var farið
með Daða til annars, sem satidóminum, en allt fór
á sömu leið, því hann óttaðist alþýðuna. J>á sagði
íslenzkur maður, sem Jón hjet: „Jeg veit hverjum
jeg trúi fyrir að varðveita hann“; hjó því næst höf-
uðið af Daða1 og fjekk það jörðunni til varðveizlu.
Á þenna hátt endaði uppreisnin.
J>að er ekki gott að hugsa sjer herfilegri graut
en þessi fyrsta siðabótarsaga íslands er. Öllu agar
saman. Allt er á ringulreið. En náttúrlega hafa
margir glæpzt á því, að trúa þessu.
En það er bezt, að Blefken haldi áfram. „íslend-
ingar eru mjög drambsamir og montnir, einkum af
kröptum sínum. Jeg hefi sjeð þá setja fulla tunnu
af Hamborgarbjór á munn sjer og drekka úr henni,
eins ljettilega og hún væri krúsarkorn“. f>ví næst
segir, að karlar og konur sje eins búin á íslandi,
svo að erfitt sje að þekkja þau í sundur. Kvenn-
fólkið sje mjög frítt, en haldi sjer ekki til.
„íslendingar eru allir mjög hjátrúarfullir, og hafa
púka, sem þjóna þeim eins og vinnufólk. f>eir ein-
ir eru heppnir fiskimenn, sem þessir púkar (drísil-
djöflar) vekja á nóttunni“. Prestarnir reyna til að
stemma stigu fyrir þessu guðleysi, en það dugar
ekkert, „þvi djöfullinn hefir spilað svo í þeim, að
þeir gefa engan gaum að nokkurri helgri kenningu
nje vandlætingu. f>eir lofa og veita byr fyrir fj&
með fulltingi fjandans, og hefi jeg reynt það sjálfur“.
J>að atvikaðist á þessa leið: Skammt frá Bessa-
stöðum var vinnumaður, sem Jónas hjet, og var
1) Daði dó á sóttarsæng 1563.