Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 277
277
Briissel, og var það altalað þar um miðaptan þann
18., að Wellington hefði beðið ósigur. Wellington
átti því eptir rúmar 30 þúsundir af Englendingum,
Hannóverjum og Hollendingum (undir Chassé) og
prinsinum af Oraniu ; en þessir menn stóðu fast og
hugðu eigi á flótta. Sumir segja svo frá, að Hill
lávarður, sem rjeð fyrir hægra fylkingararmi Well-
ingtons, hafi gjört honum orð, að senda sjer her-
styrk; en þetta getur varla verið, því orustan stóð
aldrei um daginn gegn hægri fylkingararmi Breta,
nema að því leyti, sem barízt var um Hougoumont,
og í orustulok var það — eins og siðar mun sagt
verða — einmitt þessi fylkingararmur, sveit Chassés,
sem hjálpaði Wellington til að skakka leikinn.
Flestir voru báðu megin vigmóðir, margir uppgefn-
ir. Fallbyssur lágu hjer og hvar um vígvöllinn í
reiðileysi, gagnslausar og mannlausar, en valurinn
var sumstaðar, einkum í kringum Hougoumont,
Haye sainte og yfir höfuð að austanverðu, hinn
hryllilegasti. Forin og bleytan gjörði í tilbót allt
verra ; menn og hestar komust með naumindum
fram, því allir skurðir milli akur- og engjareita
voru fullir á barma ; fallbyssuvagnarnir stóðu fastir
í svaðinu og allt var út og upp troðið af hjólspor-
um vagna og af hesta og manna fótum. Af ó-
þreyttu liði átti Napoleon ekki annað eptir en eitt-
hvað lítið af riddurum og nokkrar sveitir aflífvarð-
manna fótgönguliðinu — því 10 sveitir (8 af hinum
yngri, 2 af hinum eldri) hafði hann orðið að senda
gegn Bulow við Planchenoit. Wellington átti eina
stórsveit (brigade, 0: 4—6000 manns) eptir óþreytta
af Englendingum, sem sje lífvarðmannalið Maitlands
og álíka mikið að Hollendingum, herflokk Chassés,
sem stóð við Braine-la-leud, og ekki hafði tekið þátt
í orustunni um daginn. Eins og skiljaniegt er,