Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 226
226
Gissur Einarsson, er síðar varð biskup, til að kenna
sjer og klerkum sínum; Gissur var þá fyrir eigi
löngu kominn úr utanför sinni, og fjekk þá hvergi
hæli hjá hinum heldri mönnum, er það var kunn-
ugt, að hann hafði hneigzt að kenningu Lúthers.
Hefur Gissur svo sagt, að vera sín í J>ykkvabæ hafi
komið sjer að góðu gagni, er hann hafði þar bækur
nægar og góðar tómstundir til náms um þau tvö
ár, er hann dvaldi þar. Ggmundur biskup var óvin-
veittur Sigurði ábóta, og dæmdi ábótadæmið á sitt
vald, og má vera, að vera Gissurar þar hafi valdið
því, en þó hefur Sigurður haldið ábótadæminu. 1533
varhann í dómi á alþingi. þ>egar Gissur Einarsson
varð biskup, var Sigurður ábóti og 5 bræður i
þ>ykkvabæ ; þeir bræður hjetu Jón Arnason, Jón
Oddsson, Magnús, Jón Grímsson og Sæmundur, og
voru þessir síðastir þar í klaustri. Sigurður ábóti
var einn deirra 6, er á prestastefnu þeirri, er Giss-
urbiskup hjelt í Miðdal í Laugardal i542,skoruðust
undan að taka hinn nýja siðinn, og afsökuðu sig
með elli og lasleika, og báðu konung að þröngva
þeim eigi til að taka hinn nýja sið. J>að var áform
konungs, að undirlagi Gissurar biskups, að stofna
skóla á jpykkvabæjarklaustri, svo sem öðrum klaustr-
um, og fjekk Gissur biskup hjá konungi í utanferð
sinni (1542) brjef til Sigurðar ábóta, að hann skyldi
halda lestraskóla í klaustri sínu (Esp. Árb. ; Hist.
eccl. II., 274.), en svo fór um þá skólastofnun sem
hinar aðrar, að eigi varð neitt úr þeim, og var að
kenna vildarmönnum konugs, er fengu hann til að
taka brjef sfn aptur, fyrir því að ríkið stæðist eigi,
ef öll kiaustur gengju undan. Eptir lát Gissurar
biskups (1548) vildu klerkar þeir, er fremur hneigð-
ust að hinum forna sið, kjósa Sigurð ábóta til bisk-
ups, og kusu hann sumir, en svo fór, að mönnum