Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 151
151
er svo svivirðileg (virulenta), að djöfullinn, sem
er forsprakki allra lygara, gat ekki, með öllu sinu
myrkravaldi, komið henni inn í hjarta, brjóst og
munn Gregoriusar Peersons-------------, en aptur gat
hann troðið henni inni hjarta, hug og hönd þessa
tilbiðjanda (síns)“ (Bl. C8).
Ekki ber heldur minna á lærdómi Arngríms hjer
en í Commentarius. Hann færir líka til heilan
sálm eptir Davíð konung, 104. sálminn, til að eyði-
leggja Blefken. Anatome er gefinn út tvisvar.
Aptan við Hólaútg.1 er mynd af gömlum apa, sem
er að kjá við annan apa og stendur yfir henni:
SYMBOLVM ET IN- | signia Blefkeniana. Simia
qvam similis, brutissima bestia nobis. Ennius2. Apt-
an við báðar útg. eru niðkvæði um Blefken, 7 lat-
nesk við 1. útg., en 10 við hina seinni, og svo tvö
islenzk aptan við þær báðar. J>etta er er ein af vís-
unum :
„Dithmar daari vottast/
Dithmar Lyga pyttur/
Dithmar dreggia pottur/
Dithmar friose og suitne/
Dithmar drusse riettur/
Dithmar jiian slitne/
1) Hólaútg. (sjá heim. ritalistann) er N, bl. (206 bls.) og
prentuð með gotnesku letri, en það er mjög sjaldgæft með lat-
neskar bækur. Hin er prentuð Hamburgi M. DC. XIII., 4, og
er sjálf 77 bls., ýmsar aukagetur á undan 8 bls., níðkvæðin 7
bls., og svo 2 bls. aptast til lesandans. þess má og geta, að
aptan á titilbl. á Hólaútg. er mynd af þorskinum kórónuðum,
og er sú mynd líka eldri en sú, sem Pálmi Pálsson þekkti
elzta. Sbr. bls. 124. Útgáfan frá Hamborg 1618, sem opt er
nefnd, bæði að fornu og nýju, er ekki til. Slíkar villur ganga
opt mann fram af manni.
2) Á íslenzku: Mynd og líking Blefkens. En hvað apinn,
sem er allra kvikinda vitlausastur, er líkur oss. (Ennius er eitt-
hvert hið elzta skáld Rómverja.)