Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 261
261
1361 tók J>orsteinn prestur Hallsson undir sig Möðru-
velli (ísl. ann ).
5. Erlendur Halldórsson var kjörinn príor 1372,
og virðist hafa verið vígður árið eptir. 1374 gjörði
Jón biskup Eiríksson skalli skrá yfir lausafje Hóla-
kirkju, og var Erlendur príor þar við (Hist. eccl.
II., 204.). 1378 keypti Auðunn prestur, ráðsmaður
á Möðruvöllum, stað og klaustri til handa að Arn-
geiri presti Jónssyni Torfuvik og Gunnarsstaði (Esp.
Árb.). — Erlendur príor er talinn að hafa dáið 1378
(ísl. ann.; Hist. eccl. IV., 100.), en þó segir, að hann
1379 hafi keypt Áland í pistilfirði af Arngeiri presti
(Esp. Árb.).
1393 var Sveinn prestur Magnússon ráðsmaður á
Möðruvöllum. Árið eptir bar svo við, er Pjetur bisk-
up Nikulásson á Hólum var þar staddur á visitatiu-
ferð, að sveinn biskups, Ormur hinn danski, vó ann-
an biskupssvein, Gissur ljósa, fyrir framan biskups-
stofuna á Möðruvöllum. J>á gaf Pjetur biskup út
kvittunarbrjef fyrir ílagi, sem staðurinn á Möðru-
völlum átti í jörð á Ásláksstöðum, og sira Sveinn
Magnússon hafði tekið á móti. — (Esp. Árb.; Hist.
eccl. II., 217., 220.; ísl. ann.).
1421 braut kirkju á Möðruvöllum í stríðum stormi.
—(Esp. Árb.; Hist. eccl. II., 575.).
1430 seldi Jón biskup Vilhjálmsson Jóni presti
Bjarnasyni, er fyr var officialis, staðinn á Möðruvöll-
um á leigu með öllum eignum hans fríðum og ó-
fríðum um 3 ár, og eigi Jón prestur allan ávöxt þar
afoghálfan reka, en geymi hálfan Hólakirkju; hann
skyldi og leggja í leigu hvert ár 10 kúgildi,fæða prest
og djákna, og fæða og klæða tvo bræður, en halda
við klaustrinu.—(Esp. Árb.; Hist. eccl. IV., 100.).
6. Sigurður prestur Jónsson var orðinnábóti 1440.
]?að ár skipaði Goðsvin biskup hann, ásamt Jóni á-