Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 191
191
—Stefán ábóti dó 1348 eða 1350.—(Esp. Árb.; Hist.
eccl. II., 197., 200.; ísl. ann.).
16. Arngrímur tók 1350 við ábótadæmi á Þing-
eyrum, og vígði Ormur biskup hann á Lárentius-
messu (10. ág.) 1351 ; var Arngrímur þar munkur
áður. Arngrímur var og þann tíma officialis, og
reið á landamerki Bakka og Lækjar, er Skúfur
Pálsson keypti að Guðrúnu Rögnvaldsdóttur. 1354
um haustið fór Ormur biskup utan, og setti Arngrím
officialem. En þótt Norðlendingar yrðu fegnir burt-
för Orms biskups, afsögðu (1357) prestar í Hóla-
biskupsdæmi að veita Arngrími nokkra hlýðni, því
að hann var borinn hinum ljótustu málum, og var
því á prestastefnu í Skagafirði af settur officialis-
embætti, og svo ábótadæmi, en hann kvaðst sjálfur
leggja niður embætti þessi, því að hann kvaðst hafa
gjört það heit, að ganga undir prjedikara-lifnað, og
fara í klaustur í Björgvin, og afsala sjer alla tign
og upphefð. þ>eir Eysteinn munkur Ásgrímsson
og Eyjólfur kórsbróðir Brandsson, visitatores, er send-
ir voru til að rannsaka kirkjustjórnina á íslandi,
skipuðu Arngrim aptur í ábótastjett árið eptir (1358),
og fóru hvorki að heiti hans nje annari ófrægð, er
á honum lá, enda var hann þá ekki ákafur að efna
heitið. Jón biskup Eiríksson visiteraði 1359, og
gjörði brjef á þ>ingeyrum, er hann staðfesti brjef
Orms biskups (1353) um burttöku prestskyldu úr
Giljá, meðan Arngrímur væri ábóti, en þá jörð hafði
Arngrímur keypt undir staðinn. Hann dæmdi og
f>ingeyri laxveiði í Laxá (1359). — Arngrímur ábóti
dó (13. okti 1361. — Hann hefur ritað sögu Guð-
mundar biskups Arasonar, og ort drápu eptir hann
(prentað í „Bisk. s.“ II.).—Esp. Árb.; ísl. fornbrj. s.
E. 366., 509.; J. J>.: „Um r og ur“, bls. 16.; Hist. eccl.
II., 199., 200., 201., 203., 207.; IV.; ísl. ann.).